Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2019 | 19:00

Nokkrar góðar myndir frá WM Phoenix Open

Á WM Phoenix Open, móti sl. viku á PGA Tour eru það ekki aðeins heimsins bestu kylfingar, sem vekja athygli á sér heldur einnig áhangendurnir, sem oftar en ekki eru skrautlega klæddir.

Hér má sjá nokkrar góðar myndir frá mótinu og áhangendunum:

Þeir sem vilja tryggja sér sæti á við hina frægu par-3 16. holu TPC Scottsdale, þar sem WM Phoenix Open fer fram verða að vakna snemma. Hliðin opna kl. 7 að morgni en biðraðir eru þegar farnar að myndast kl. 4:00 að nóttu til!

Hatari mættur? Sá sem heldur að golf sé bara fyrir eldri, virðulega herra … og viðlíka áhorfendur … sá verður fyrir sjokki á WM Phoenix Open. Menn mæta í allskyns múnderingum – því frumlegri, því betri.

Frá einum golfaðdáenda til annars – sumir eru aðdáendur golfaðdáenda þ.e. frægra kylfinga á borð við Bill Murray.

Aðalleikarar „Sesamestreet“ eru golfaðdáendur og mættu á WM Phoenix Open.

Golfáhangendur frá Kanada mættir á WM Phoenix Open 2019.

KR-ingar mættir? Nei þetta eru golfáhangendur á WM Pheonix Open 2019 sem ætla fyrst að horfa á golf og svo Super Bowl.

Hulkmania.

Á 16. gera áhorfendur og golfáhangendur sér það til gamans að púa á slæm högg. Sumir, hér Bubba Watson reyna að kaupa sér frið og henda einhverju út til áhorfendanna – Virkaði ekki – Bubba var púaður fyrir slæmt högg á 16.!!!

Sumir minntu á að Masters er skammt undan!

Ástralski PGA Tour kylfingurinn Jarrod Lyle dó á sl. ári – á 16. var sett upp kylfusettið hans og andartaks þögn fengin á þessum einhverjum háværustu áhorfendapöllum golfsins. Jarrod Lyle mun alltaf vera minnst í Phoenix vegna ássins frábæra sem hann fékk á 16. árið 2011.

Loks er hér ein af dvergunum 7 sem mættu án Mjallhvítar.