Tiger lætur börnin sín hafa fyrir því að vinna sig í púttkeppni
Hér er ein frétt, sem er 5 ára gömul en allt í lagi að rifja hana upp fyrir uppaldendur framtíðargolfstjarna.
Tiger Woods ólst upp í umhverfi þar sem samkeppni var alls ráðandi og það allt frá blautu barnsbeini.
Faðir hans Earl Woods var fv. hermaður í US Army Special Forces, sem hafði metnað til að gera allt eins vel og hann gat.
Ólíkt mörgum feðrum þá lét Earl son sinn aldrei vinna sig í neinu, sem þeir kepptu í. Tiger var fyrst 11 ára þegar vann pabba sinn í golfi og það var þvílík sigurstund að Tiger man eftir hverju smáatriði í þeim sigri. Og sagt er að Earl hafi aldrei sigrað Tiger í neinu eftir að sá síðarnefndi varð 11 ára.
Margir halda því fram að það sé gott fyrir sjálfsmynd og sjálfstraust barns að sigra af og til. Tiger hins vegar telur strangar uppeldisaðferðir föður síns hafi lagt grunninn að frama hans, sem er einn besti ferill kylfings fyrr og síðar. Og nú er Tiger pabbi sjálfur; hann á sem kunnugt er tvö börn með fyrrverandi eiginkonu sinni Elin Nordegren: Sam Alexis Woods (f. 2007 (11 ára)) og Charlie Axel Woods (f.2009 (9 ára)).
Í fréttatilkynningu fyrir tæpum 5 árum, þar sem hann var að upplýsa aðdáendur sína um framfarir sem hann væri að taka vegna eins bakuppskurðarins, setti hann inn upplýsingar um son sinn Charlie, sem þá var 5 ára. Hann sagði að Charlie væri að verða ansi góður í púttunum en hann ætti eftir langan veg til að geta keppt við sig.
Færslan var eftirfarandi:
„When we were in the Bahamas, the greens were much slower and he almost beat me. If Sam and Charlie beat me, they’re going to earn it. That’s how Pop was with me, and I think that’s how it should be.“
(Lausleg íslensk þýðing: Þegar við vorum á Bahamas eyjum voru flatirnar miklu hægari og hann (Charlie) vann mig næstum því. Ef Sam og Charlie vinna mig verða þau að hafa fyrir því. Þannig var pabbi við mig og þannig finnst mér að það ætti að vera.“)
Þetta er býsna hörkulegt en e.t.v. ekkert undarlegt frá manni, sem er einn af mestu samkeppnis íþróttamönnum allra tíma. Tiger ólst upp í og blómstraði undir pressu samkeppnisandrúmslofts.
Ýmislegt bendir þó til þess að hann sé ekki eins strangur við börnin sín og pabbi hans var við hann – e.t.v. vill hann aðeins að þegar börn hans vinni hann í púttkeppnum þá viti þau að þau hafa fyllilega unnið til þess … sem veitir einhverja mest dásamlegu tilfinningu sigurs, líkt og hann upplifði þegar hann var 11 ára.
Tiger hefir hins vegar aldrei otað börnum sínum í ljós fjölmiðla líkt og gert var við hann þegar hann var 2 ára.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024