Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2019 | 07:45

Koepka fannst Garcia hegða sér barnalega

Geðluðrur Sergio Garcia eru alþekktar.

Sl. laugardag varð golfheimurinn vitni að einni á Saudi International, þar sem hann skemmdi 5 flatir með því að lemja pútter sínum í þær þegar honum, að eiginn mati, gekk ekki vel.

Þetta olli ekki aðeins því að honum var vikið úr mótinu heldur hafa félagar hans á túrnum tjáð sig um atvikið.

Einn þeirra er Brooks Koepka.

Hann var í útvarpsþættinum „Playing Through podcast“ og var spurður út í álit sitt á framferði Garcia, sem m.a. fól einnig í sér kast í einum af bönkerum í  Royal Greens Golf and Country Club í King Abdullah Economic City.

Svar Koepka var eftirfarandi:
“Ugh, it’s frustrating as a player to see, to act like that, to disrespect everybody. To act like a child out there is not cool. It’s not setting a good example and it’s not cool to us, showing us no respect or anybody else.”

(Lausleg þýðing: „Ugh, það er pirrandi sem leikmaður að sjá, hegðun eins og þessa, að öllum sé sýnd vanvirðing. Að hegða sér barnalega þarna úti er ekki svalt. Það er ekki gott fordæmi og það er ekki svalt, það er vanvirðing við okkur og aðra.

Þegar Koepka var spurður út í hvort eitthvað við ástand vallarins gæti hafa valdið geðluðrukasti Garcia, var svarið stutt nei. Koepka lýsti bara yfir vonbrigðum sínum með hinn 39 ára Spánverja (Sergio Garcia).

Þið sáuð að Dustin [Johnson] átti ekki í neinum vandræðum (með völlinn)“ svaraði Koepka.

Johnson sigraði, Koepka varð T-57.

Þetta er bara barnaskapur í Sergio,“ hélt Koepka áfram. „Það er miður að hann sé svona og kvarti. Allir spila sama völlinn. Ég spilaði ekkert vel og maður sá að flestöllum fannst sér ekki ganga vel. Sergio er næstum 40 og verður bara að fara að vaxa upp úr þessu.“