Evróputúrinn: Richard Finch og Branden Grace deila forystunni eftir 3.dag á Joburg Open
Branden Grace og Richard Finch deila forystunni eftir 3. dag Joburg Open, en það náðist að vinna upp mikið af töf undanfarinna daga á mótinu í dag, í Royal Johannesburg and Kensington golfklúbbnum.
Tímafrekar tafir urðu á fyrstu tveimur dögunum vegna þruma og eldinga, sem þýddu að í gær höfðu sumir kylfingar jafnvel ekki byrjað á 2. hring sínum og þá varð að vinna upp í dag.
Richard Finch var t.a.m. bara búinn að spila 6 holur á 2. hring á Austur-vellinum þegar hann mætti til keppni snemma í morgun, en möguleikar hans á forystu stórjukust þegar hann fór holu í höggi! á 200 yarda par-3, 8. holunni.
Draumahöggið varð til þess að skorið á 2. hring Finch varð upp á 66 högg og komst hann, fyrir þær sakir í forystusæti eftir 2. dag ásamt landa sínum Robert Rock og Suður-Afríkananum George Coetzee, en þeir leiddu þegar mótinu var frestað eftir 2. dag.
Þegar 3. hringur hófst setti Finch niður 7 metra fuglapútt á par-5 1. brautinni, en svipað fuglapútt og þetta rétt smaug framhjá á 4. holu. […]
Finch spilaði fyrri 9 á 34 og var 3. hring frestað á ný þegar hann átti 4 holur óspilaðar. Hann er ásamt Branden Grace í forystu á samtals -15 höggum undir pari, hvor, en munurinn á þeim er sá að Grace á bara 3 holur eftir óspilaðar.
í 3. sæti á samtals -14 undir pari er Suður-Afríkaninn George Coetzee, en hann á líkt og Finch, 4 holur eftir óspilaðar.
Fjórða sætinu deila síðan 3: Kanadamaðurinn Andrew Parr og Suður-Afríkumaðurinn Dawie Van Der Walt á -12 undir pari, hvor og annar heimamaður Jbe Kruger er á sama skori en á 3 holur óspilaðar.
Til þess að sjá stöðuna eftir að 3. hring á Joburg Open hefir verið frestað smellið HÉR:
Heimild: europeantour.com (að hluta).
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024