Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2019 | 07:00

Evróputúrinn: Nitties með 9 fugla í röð!!! – Flanagan í forystu e. 1. dag í Ástralíu

Ástralski kylfingurinn James Nitties hefir jafnað met Mark Calcavecchia, um 9 fugla í röð, en Calcavecchia sigraði m.a. á Opna breska 1989.

Sá sem Nitties leigir hús með, Nick Flanagan, annar ástralskur kylfingur er í forystu í karlahluta ISPS Handa Vic Open mótinu í Ástralíu, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum.

Flanagan kom í hús á ekki fleiri höggum en 10 undir pari, 62 glæsihöggum.

Nitties deilir 2. sætinu ásamt 4 öðrum kylfingum, sem allir komu í hús á 8 undir pari, 64 höggum; en það eru Englendingurinn Callum Shinkwin, Ástralinn James Anstiss, Kurt Kitayama frá Bandaríkjunum og Hugo Leon frá Chile.

Sjá má stöðuna eftir 1. dag ISPS Handa Vic Open með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags ISPS Handa Vic Open SMELLIÐ HÉR:

Í aðalmyndaglugga: James Nitties.