Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2019 | 09:00

Evróputúrinn: Heimamenn í efstu sætum í hálfleik ISPS Handa Vics Open

Það eru áströlsku kylfingarnir Nick Flanagan og Jason Scrivener sem deila efsta sæti á ISPS Handa Vics Open.

Báðir hafa spilað á samtals 14 undir pari, 130 höggum; Scrivener (64 66) og Flanagan (62 68).

Reyndar eru ástralskir kylfingar í 5 efstu sætunum; því í 3. sæti er Wade Ormsby á samtals 13 undir pari og 4. sætinu deila þeir Matt Jager og Brad Kennedy á 12 undir pari.

Það er ekki fyrr en í 6. sæti sem kylfingar annars þjóðernis sjást þ.e. Clément Sordet frá Frakklandi og David Law frá Skotlandi og reyndar enn annar Ástralinn, Nick Cullen, en allir þessir 3 hafa spilað á 11 undir pari.

Sjá má stöðuna á ISPS Hands Vics Open með því að SMELLA HÉR: