Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2019 | 12:00

Web.com: DeArmond á 17 höggum á par-4 holu

Það er oft sagt að áhugamennskan og atvinnumennskan í golfi séu sitthvað og jafnvel svo ólíkar að um tvær ólíkar íþróttagreinar sé að ræða.

Í gær, á Valentínusardeginum, á móti Web.com Tour, Leom Suncoast Classic þá umbylti nýliðinn Ben DeArmond þessari sögusögn þegar hann lék fyrstu 3 holurnar í fyrsta móti sínu á Web.com Tour á 15 yfir pari.

Hann keppti í boði styrktaraðila, en hann er í PGA í Naples, Flórída og fékk þegar skolla á 1. holunni, sem hann lék.

Og ekki batnaði það; aðra holuna, sem er par-4 491 yarda hola, lék hann á heilum 17 höggum!!!!

DeArmond sló fyrst í vatnshindrun og eftir að droppa í röffið sló hann tveimur öðrum boltum í vatnshindrunina og svo aftur og aftur og náði ekki landi fyrr en í 13. höggi; síðan kláraði hann spil á holunni á 17 höggum eins og segir.

Á ESPN sagði:

„Ben DeArmond shot a 17 on the par-4 second hole of his http://Web.com Tour debut.

It’s the highest score on any hole in http://Web.com Tour history.“

(Lausleg þýðing: Ben DeArmond var á 17 höggum á par-4 holunni á fyrsta Web.com Tour mótinu sínu.

Þetta er hæsta skor á hvaða holu sem er í sögu Web.com Tour.“)

Í viðtali eftir hringinn hræðilega sagði DeArmond: „Pabbi kallaði mig Roy nokkrum holum síðar en þar átti hann við Roy McAvoy (úr golfkvikmyndinni Tin Cup). Ég náði ekki (boltanum) á loft, jafnvel ekki með 5-járni og ég er ekki vanur þess þannig að ég varð svolítið dofinn,“ sagði DeArmond eftir hringinn, sbr.  GolfChannel.com.

Ég hef aldrei verið á 17 höggum á ævinni, ekki einu sinni þegar ég byrjaði að spila golf. Eftir þetta var allt í lagi, ég varð bara að fá tilfinninguna aftur í handleggina.“

Þetta voru bara taugarnar. Ég átti góða upphitun og leið vel á leið í keppnina, en þetta var bara utan líkama reynsla fyrir mig á þessari holu (innskot: Hann líkti þessu við að deyja).“

Það má þó segja DeArmond það til hróss, að hann gafst ekki upp. Hann fékk 3 skolla í viðbót á fyrri 9 og var á 18 yfir pari, 54 höggum, en á seinni 9 virtist hann ná fótfestu aftur og fékk 8 pör og 1 skolla og lauk hringnum á 19 yfir pari, 91 höggi!

Ef það er eitthvað sem má læra af mér er að maður á ekkki að draga sig úr keppnum, ekki gefast upp og hafa svolítið gaman af þessu,“ sagði DeArmond í viðtali við USA Today. „Þetta er leikur. Allir eiga slæman dag – slæma holu – jafnvel verstu holu ævi sinnar. Maður verður bara að halda áfram.“

Ég kem aftur á morgun.“