Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2019 | 08:00

LPGA: Nelly Korda sigraði á Opna ástralska!!!

Það var Nelly Korda, sem sigraði á ISPS Handa Women´s Australian Open, sem fram fór í Grange, S-Ástralíu, dagana 14.-17. febrúar og lauk í morgun.

Sigurskor Korda var 17 undir pari, 271 högg (71 66 67 67).

Þar með hafa næstum allir Kordarnir sigrað í mótum í Ástralíu. Nelly var ófædd þegar pabbi hennar  Petr, sem er örvhentur kylfingur vann Opna ástralska í tennisnum 1998, sem var eini Grand Slam sigur hans. Nelly var táningur þegar systir hennar Jessica vann Opna ástalska í Melbourne in 2012 og fyrir aðeins ári síðan vann bróðir hennar Sebastian Opna ástralska í strákaflokki í tennisnum.

„Það er eitthvað við loftið hérna,“ svaraði hún aðspurð hvernig stæði á því að Kordarnir væru svona sigursælir í Ástralíu.

Nelly Korda átti 2 högg á þá sem landaði 2. sætinu þ.e. Jin Young Ko, frá S-Kóreu.

Í 3. sæti varð síðan rísandi ungstirnið  Wei-Ling Hsu, frá Tapei, en hún lék á samtals 12 undir pari.

Fjórða sætinu deildu síðan vinkona Ólafíu Þórunnar, Angel Yin og Haru Nomura frá Japan á 11 undir pari og 6. sætinu deildu þær Azahara Muñoz frá Spáni og hin kanadíska Alena Sharp, báðar á samtals 10 undir pari.

Ofangreindir 6 kylfingar voru þeir einu í mótinu sem spiluðu á tveggja stafa tölu undir pari, í heildarskori.

Til þess að sjá lokastöðuna á  ISPS Handa Women´s Australian Open SMELLIÐ HÉR: