Var það almenningsálitið eða slæm samviska sem fékk Kuchar til að greiða kylfusveininum?
Golf 1 greindi frá því að Matt Kuchar hefði fyrir PGA Tour mótið, Mayakoba Classic í nóvember 2018, samið við mexikanskan kylfubera David Giral Ortiz að nafni um að bera fyrir sig kylfur í mótinu fyrir $ 4000 og $ 1000 bónus ef hann ynni mótið – Sjá með því að SMELLA HÉR:
Ortiz vinnur sem kylfuberi á golfvellinum þar sem mótið fór fram Camaleon á Playa del Carmen í Mexíkó og gengur undir nafninu „El Tucan“. Dagslaun hans á vellinum á góðum degi eru $ 200.
Fastráðnir kylfuberar PGA Tour kylfinga hljóta 10% af sigurtékkum kylfinga sinna og ef Ortiz hefði verið fastráðinn hefði hann fengið 130.000,- dollara í sinn hlut eftir sigur Kuchar.
Kuchar sigraði, í fyrsta sinn í 4 ár, með Ortiz á pokanum og hlaut í sigurlaun um 1,3 milljónir bandaríkjadala.
Kuchar greiddi Ortiz umsamdar $ 5000, en Ortiz hafði samband við umboðsskrifstofu Kuchar og bað um að hlutur sinn yrði hækkaður vegna síns þáttar í sigri Kuchar. Hann sagðist gera sér grein fyrir að hann myndi ekki fá um $130.000 en krafðist $ 50.000.
Umboðsmenn Kuchar buðu aukagreiðslu upp á $ 15.000,- sem Ortiz gekk ekki að.
Kuchar kom m.a. fram í viðtali þar sem hann vísaði til þess að $ 5000,- fyrir 4 daga vinnu væri frábært fyrir mann sem hefði aðeins $ 200 á dag á góðum degi. Sagði hann m.a. að Ortiz ætti að minnast sín með gleði í hjarta og hafa mynd af honum á vegg sínum í klúbbhúsinu.
Golfáhangendur í Kaliforníu létu Kuchar finna fyrir því á Genesis Open, fannst Kuchar sem hefir áunnið sér um $ 45 milljónir á ferli sínum heldur nískur í garð Ortiz.
Meðal þess sem golfáhangendur hrópuðu var: “Go low, Kuch, go low! – Just not on the gratuity!” ; eða „cheapppppp.“ Enn aðrir hrópuðu: „ Pay your man“ og einn „ Go Kuch! I always root for the villain.’”
Eftir hringinn lét Kuchar frá sér fara afsökunarbeiðnina, sem Golf 1 greindi frá og má sjá hér að ofan.
Nú er bara spurning hvort það voru golfáhangendurnir eða slæm samviska Kuchar sem fengu hann til að sjá að sér?
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024