Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 20. 2019 | 06:00

Magnús Valur og Ellert vallarstjórar ársins 2018

Ellert Þórarinsson vallarstjóri á Brautarholtsvelli og Magnús Valur Böðvarsson vallarstjóri á Kópavogsvelli fengu viðurkenningu sem vallarstjóri ársins 2018 um s.l. helgi.

Kjörinu var lýst á aðalfundi SÍGÍ sem fram fór í klúbbhúsi Keilis í Hafnarfirði.

Fundargestir voru yfir 45 og fundarstjóri var kosinn Ólafur Þór Ágústsson og Birgir Jóhannsson ritari.

Steindór Kr. Ragnarsson formaður SÍGÍ fór yfir liðið ár hjá félaginu, Jóhann G. Kristinsson gjaldkeri SÍGÍ fór yfir rekstrarreikning félagsins.

Rekstur félagsins gekk vel á árinu og var hagnaður upp á tæpar 73.356 kr-.

Stjórn SÍGÍ árið 2018 var skipuð þeim: Steindór Kr. Ragnarsson Formaður, Jóhann G. Kristinsson Gjaldkeri, Einar Gestur Jónasson, Birgir Jóhannsson og Róbert Már Halldórsson meðstjórnendur og varamenn voru: Ellert Jón Þórarinsson og Arnaldur Freyr Birgisson

Kosnir voru í stjórn SÍGÍ fyrir 2019: Steindór Kr. Ragnarsson formaður til 1 árs, Ellert Jón Þórarinsson, Jóhann G. Kristinsson gjaldkeri til tveggja ára. Varamenn voru kosnir Haukur Jónsson og Hólmar Freyr Christiansson til 1. árs. Einar Gestur Jónasson og Birgir Jóhannsson voru ekki í kjöri og sitja sitt seinna ár.

Í aðalmyndarglugga: Magnús Valur og Ellert. Mynd: GSÍ