Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 20. 2019 | 12:00

Stricker útnefndur Ryder Cup fyrirliði Bandaríkjanna 2020 – Furyk varafyrirliði

Tilkynnt var opinberlega um það í morgun að Steve Stricker yrði næsti fyrirliði liðs Bandaríkjanna í Ryder bikarnum 2020, sem fram fer í heimaríki Stricker, Wisconsin, nánar tiltekið í Whistling Straits, í Kohler.

Þetta er svo sannarlega draumur sem rætist,“ sagði Stricker í upphafsorðum sínum á blaðamannafundi í morgun. „Ég tek við þessu af auðmýkt.“

Þrátt fyrir að hafa sigrað 12 sinnum á PGA Tour þá er Stricker fyrsti bandaríski fyrirliðinn sem tekur við stöðunni án þess að hafa sigrað á risamóti.

Sjálfur tók hann hins vegar þáttí 3 Ryder bikurum.

„Ferill Steve Stricker hefir fyrir löngu síðan öðlast sæti meðal þeirra fremstu í bandarísku golfi,“ sagði forseti PGA of America, Suzy Whaley m.a. í morgun, þegar tilkynnt var um Stricker sem fyrirliða.

Stricker hefir þegar gert breytingar; hann ætlar sér að velja 4 kylfinga í lið sitt eftir Tour Championship.

Stricker tilkynnti jafnframt að Jim Furyk myndi vera einn varafyrirliða sinna 2020.

Ryder bikarinn fer fram í Whistling Straits, Wisconsin, 25.-27. september 2020.