Q-school LET: Tinna hefur leik á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar.
Nákvæmlega á þessari stundu er Tinna Jóhannsdóttir, GK, að hefja leik á Norður-velli, La Manga golfvallarins í Cartagena, í Murcia á Spáni. Hún á rástíma kl. 09:20 og fjölmargir hér heima sem hugsa til hennar og óska henni góðs gengis! Tinna freistar þess að verða 2. kvenkylfingurinn frá Íslandi til að spila á LET, en á undan henni hefir aðeins Ólöfu Maríu Jónsdóttur, klúbbfélaga hennar í GK tekist það.
Tinna er ein af 101 keppenda í þessu geysisterka lokaúrtökumóti. Meðal annarra þekktra þátttakenda er danski reynsluboltinn og kynskiptingurinn Mianne Bagger, Liebelei Lawrence, fyrsti kvenkylfingurinn frá Lúxemborg til að spila á LET (en hún er reyndar með tvöfalt ríkisfang), skoska undrið Carly Booth, sem æfir á einkagolfvelli fjölskyldunnar í Skotlandi, en pabbi hennar er fyrrum rótari hjá Bítlunum. Eins er þar enska stúlkan Hannah Burke, sem vann B-hóp undanúrtökumótsins (hópinn, sem Tinna var í) með yfirburðum samtals-11 undir pari; indverska fegurðardísin Sharmila Nicollet og hin franska Melody Bourdy, systir Grégory Bourdy, sem spilar á Evróputúrnum; en Melody komst á LET í fyrra.
Golf 1 óskar Tinnu góðs gengis í dag og alla 5 daga lokaúrtökumótsins!
Til þess að sjá stutta kynningu Golf 1 á La Manga golfvöllunum, smellið HÉR:
Til þess að fylgjast með stöðunni á La Manga 1. dag lokaúrtökumótsins, smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024