Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2019 | 17:00

LPGA: „Svindlað“ á LPGA móti?

Talað er um að svindlað hafi verið á 2. hring Honda LPGA Thailand, vegna þess að bandaríski kylfingurinn Amy Olson naut meints hagræðis af því að Ariya Jutanugarn frá Thaílandi merkti ekki bolta sinn.

Þetta er það sem á ensku nefnist „backstopping,“ þ.e. þegar bolti er skilinn eftir á flöt og er ekki tekinn upp og merkt til þess að hjálpa eða skapa hagræði fyrir þann sem spilað er með.

Einn gagnrýnanda „backstopping“ er golffréttamaðurinn umdeildi Brandel Chamblee og hann lá ekki á skoðun sinni varðandi atvikið en hann sagði m.a.:

Allir sem eru höggi á eftir Amy í lok þessa móts, að því gefnu að hún fái ekki víti hafa ástæðu til þess að vera brjálaðir, og það er réttlát reiði sem þá er verið að auðsýna. Þetta er einmitt ástæðan fyrir að við höfum talað gegn „backstopping“. Ég veit að þegar ég spilaði á (PGA) Tour og var með boltann alveg við holuna þá var hugarfarið „ég ætla að merkja þennan bolta.“ Þar með er maður að vernda hina í mótinu líka. Þú vilt ekki vera að veita þeim sem spilað er með hagræði.“

Yfirgolffréttapenni Geoff Shackelford hefir lengi verið einn af helstu andstæðingum „backstopping“ og þetta dæmi olli því að hann fór hamförum á félagsmiðlum, þar sem hann kallaði þetta tiltekna atvik „svindl.“

“We’ve got collusion, laughing after the balls collide and fist bumping! Yay cheating!” he tweeted. “Should be an easy DQ call for (Olson and Jutanugarn).”

(Lausleg þýðing: „Við höfum samantekin ráð, hlátur eftir að boltarnir rekast saman og hnefarnir rekast saman (til að tjá gleði)! Jamms, SVINDL! tvítaði hann „Það ætti að vera auðvelt að víkja þeim (Olson og Jutanugarn) úr mótinu.“ )

En LPGA vék engum úr móti né úthlutaði vítum.

„Eftir að hafa rætt við Amy Olson og Ariyu Jutanugarn, þá er reglunefnd LPGA viss um að ekki var um að ræða brot á reglu 15-3a,“ sagði í fréttatilkynningu frá LPGA.

Það var ekkert samkomulag af hálfu hvorugrar þeirra að skilja bolta Jutanugarn eftir til þess að aðstoða Olson við næsta högg hennar. Dómari LPGA var á 18. föt og var sammála því að um ekkert brot væri að ræða.

Í reglu 15-3a segir að til þess að um brot sé að ræða þurfi tveir eða fleiri leikmenn að samþykkja að skilja bolta eftir til þess að hjálpa einhverjum leikmanni með næsta högg. Ekki var um það að ræða í tilviki Olson og Jutanugarn.“

Báðir kylfingar ræddu um atvikið í upphafi 3. hrings þeirra í dag og töluðu báðar um að leikhraði hefði verið atriði í því að boltinn var skilinn eftir á flöt ómerktur.

Þetta snýst allt um samhengi,“ sagði Olson. „[…] Bolti Ariyu var ekki í púttlínu minni til þess að aðstoða mig. Ég sagði henni að það væri í lagi (að merkja ekki boltann).“

Ég hef aldrei heyrt um „backstopping“ og ég horfi í raun ekkert mikið á PGA Tour og það hefir aldrei komið upp á LPGA. Augljóslega, með öllu fjaðrafokinu sem þetta hefir valdið, þá tel ég að við allar, sérstaklega ég, muni vera meðvitaðri um þetta og ég mun merkja allt sem er í nálægð við holu núna.“

Eitt sem er víst er að við vorum ekki að svindla,“ sagði Jutanugarn í viðtali við Randall Mell á GolfChannel.com. „Við töluðum ekkert saman. Við komum okkur ekkert saman um neitt. Þetta var ekki neitt, því við höfum verið að bíða í allan dag (vegna tafa á vellinum).“

Olson og Jutanugarn voru í 12. sæti og T-13 eftir 3. hringinn í Thaílandi.

Í aðalmyndaglugga: Ariya Jutanugarn (t.v.) og Amy Olson (t.h.)