Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2019 | 02:00

Fyrrum kærasti Jessicu Korda ákærður f. vændiskaup

Nú undanfarið hefir verið í fréttum handtaka Robert Kraft, náins vinar Trump Bandaríkjaforseta og eiganda New England Patriots á nuddstað í Flórída, sem bauð upp á vændi og sem lá undir grun að bjóða upp á kynferðisþjónustu kvenna, sem höfðu orðið mansali að bráð.

Kraft var ekki sá eini sem handtekinn var en alls voru 35 karlmenn handteknir og ákærðir en handtökurnar eru lokahnútur mánaðarlangrar rannsóknar lögreglu á konum í kynlífþrælkun sem unnu ólöglega í nuddstofum allt frá Orlando til Palm Beach í Flórída.

Einn hinna handteknu var fyrrum kærasti LPGA kylfingsins Jessicu Korda til langs tíma, Johnny DelPrete.

Johnny Del Prete

DelPrete er fyrrum Web.com Tour atvinnukylfingur í golfi, sem nú vinnur fyrir sér sem sölufulltrúi Scotty Cameron á PGA Tour og er fasteignabraskari. Del Prete var handtekinn föstudagsmorguninn sl. kl. 3.23 að nóttu í Stuart, Flórída, fyrir að falast eftir vændi, skv. Martin County Sheriff’s office.

DelPrete spilaði í bandaríska háskólagolfinu með University of Louisville sem og Ole Miss. Hann gerðist atvinnumaður í golfi og keppti í 8  Web.com Tour mótum á árunum 2012 og 2014 og náði 1 niðurskurði og endaði í T59 á BMW Charity Pro-Am. Hann spilaði líka á kanadíska og kínverska PGA.

DelPrete var á pokanum hjá Jessicu Korda s.s. frægt er orðið á Opna bandaríska kvenrisamótinu 2013 þegar Jessica rak kylfubera sinn á miðjum 3. hring mótsins.  

DelPrete var sleppt gegn $2,500 tryggingu, skv. Golfweek.com.