Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2019 | 08:00

Rory fær á baukinn í dagblaði á Írlandi fyrir að sleppa Opna írska

Samanþjöppuð ný dagskrá PGA Tour og risamótanna hefir nú þegar áhrif á móti vikunnar The Honda Classic sem fram fer í PGA National Resort & Spa í Palm Beach Gardens, sem er aðeins nokkra kílómetra frá Jupiter, í Flórída.

Áður fyrr var mótið eitt af þeim sem flestir bestu kylfingar heims tóku gjarnan þátt í en einungis 3 af topp 20 kylfingum heims munu tía upp í The Bear Trap nú í vikunni.

Og nú þegar aðeins eru 2 vikur í the “Season of Championships” á PGA Tour, sem hefst með The Players Championship á TPC Sawgrass, þá hefir Rory McIlroy þurft að þola mikla gagnrýni fyrir það að ætla að sleppa Opna írska í júlí næsta sumar.

Hann rökstuddi þessa erfiðu ákvörðun sína vel, en hann þarfnast, að sögn, tímans til þess að undirbúa sig fyrir Opna breska, sem að þessu sinni fer fram á Royal Portrush í N-Írlandi, en þar ætlar Rory sér stóra hluti.

McIlroy sagði í viðtali við BBC á heimsmótinu, WGC-Mexico Championship að þétt dagskrá hans og vonir hans um að sigra á Opna breska á  Royal Portrush — sem er aðeins örskammt frá fyrrum heimili hans — væri í forgangi og jafnvel þó það þýddi að hann yrði að missa af Opna írska.

Ég myndi svo sannarlega (jafnvel) sleppa Augusta ef ég gæti sigrað á Portrush, sigrað á Opna breska, lyft Claret Jug bikarnum þar, það myndi vera…. ég er að reyna að hugsa ekki um það, vegna þess að það yrði of mikið fyrir mig,“ sagði McIlroy m.a. í viðtalinu við BBC. „Ég hélt aldrei að ég myndi spila í risamóti heima á Norður-Írlandi, þannig að já ég tel að það myndi vera stærsti sigur ferils míns, ef mér tækist það!

Ef það er nokkurt ár þar sem mér finnst að ég geti sleppt því að spila á Opna írska þá er það þetta ár. Þetta er hinn fullkomni stormur. Opna breska er í Portrush og ef ég spilaði á Opna írska þá myndi Opna breska vera 3. mótið mitt í röð og fyrir mig persónulega þá er það ekki besta leiðin til þess að undirbúa mig fyrir það sem gæti verið stærsti viðburður lífs míns.“

Ég vil veita sjálfum mér besta tækifærið til þess að sigra á Opna breska og það er ekki að draga úr eða gera lítið úr Opna írska á nokkurn hátt, en ef ég vil veita sjálfum mér besta tækifærið að sigra á Opna breska þá vil ég spila vikunni áður og undirbúa mig á linksara og fara síðan beint á Opna breska.“

„Þessi þriðja vika er bara aðeins of mikið fyrir mig. Ég elska Opna írska og ég hef stutt mótið allan feril minn, en ef það er eitthvert ár sem ég tek ekki þátt í Opna írska þá er það þetta og ég vona að fólk muni skilja það vegna þess að ég er ekki að gera það af neinni annarri ástæðu en þeirri að ég tel að það gefi mér mestu möguleikana á að sigra á Opna breska.“

Og meðan Rory rökstuddi fjarveru sína á Opna írska ansi vel þá tók dagblað á Írlandi, The Irish Independent, ekkert of vel í þessa ákvörðun  hans að spila ekki á Opna írska. Þannig sagði m.a.:

„Rory McIlroy gæti allt eins vel hafa sagað af gömlu lob fleygjárni og potað því milli rifja Paul McGinley,“ ritaði Roy Curtis, m.a og það er bara byrjunin á heilmikilli skammargrein vegna fjarveru Rory úr mótinu. Paul McGinley er gestgjafi Opna írska. Síðar í sömu grein segir Curtis m.a. að ákvörðun Rory að taka ekki þátt í Opna írska og boðuð fjarvera hans frá mótinu næsta sumar sé „móðgun við greind írsku þjóðarinnar.“  Eins er ákvörðun Rory um að taka ekki þátt í mótinu, síðar í greininni, borin saman við brottvikningu Sergio Garcia úr móti í Sádí-Arabíu og framkomu Matt Kuchar við mexíkanskan kylfusvein sinn … framkoma Rory talin álíka skammarleg.

Sjá má greinina í The Irish Independent í heild sinni með því að SMELLA HÉR:

En hvað sem öðru líður, atvinnukylfingar ráða hvar þeir spila og þurfa ekkert að taka tillit til neins annars en eiginn þarfa og langanna. Og fyrir liggur að Rory mun ekki taka þátt í Opna írska á komandi sumri.