Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2019 | 17:00

Evróputúrinn: Hansen og Kitayama efstir e. 1. dag Oman Open áður en hring frestað vegna sandstorms

Það eru danski kylfingurinn Joachim B. Hansen og bandaríski kylfingurinn Kurt Kitayama sem deila forystunni á Oman Open, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum.

Spilað er á Al Mouj Golf golfstaðnum í Muscat, Oman og stendur mótið 28. febrúar – 3. mars 2019.

Hansen og Kitayama eru búnir að spila á 6 undir pari, Hansen eftir 16 holur á 1. hring og Kitayama á sama skori eftir 13 holur, en fresta varð hringnum vegna sandstorms.

Kieffer, Jamieson og Miyazato deila 3. sætinu á samtals 5 undir pari, hver.

Sjá má stöðuna á Oman Open með því að SMELLA HÉR: