Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2019 | 15:00

Evróputúrinn: Kitayama sigraði í Óman

Það var japanski kylfingurinn Kurt Kitayama sem sigraði á Oman Open, móti vikunnar á Evrópumótaröð karla, sem fram fór á Al Mouj golfstaðnum í Oman, dagana 28. febrúar – 3. mars og lauk nú í dag.

Sigurskor Kitayama var samtals 7 undir pari, 281 högg (66 74 71 70).

Öðru sætinu deildu 4 kylfingar: Maximilian Kiefer frá Þýskalandi; Jorge Campillo frá Spáni; Clément Sordet frá Frakklandi og Fabrizio Zanotti frá Chile, allir 1 höggi á eftir Kitayama.

Sjá má lokastöðuna á Oman Open með því að SMELLA HÉR:

Til þess að sjá hápunkta lokahrings Oman Open SMELLIÐ HÉR: