Dan Jenkins golffréttaritari látinn
Dan Jenkins, golffréttaritari, sem skrifaði golffréttir allt frá tíma Ben Hogan til Tiger Woods og tjáði sig þar að auki oft um golf á Twitter er látinn, 89 ára að aldri. Jenkins var fæddur 2. desember 1929 og lést í gær, 7. mars í heimabæ sínum Fort Worth.
Jenkins hóf feril sinn á The Fort Worth Press og reis á stjörnuhiminn pressunar þegar hann starfaði fyrir Sports Illustrated.
Hann ritaði auk þess nokkrar bækur, sem allar voru með söluhæstu bækur í sínum flokki þeirra á meðal: „Semi-Tough,“ „Baja Oklahoma“ og „Dead Solid Perfect.“
Dan Jenkins skrifaði auk þess greinar í Playboy og Golf Digest.
Jenkins hlaut inngöngu í frægðarhöll kylfinga 2011, en hann átti m.a. greiðan aðgang að einhverjum frægust kylfingum allra tíma Ben Hogan og Byron Nelson, sem báðir voru frá Fort Worth.
Enda sagði Jenkins þegar hann hlaut inngöngu í frægðarhöllina:
„Being from Fort Worth, I would follow Ben Hogan and Byron Nelson anywhere. Since they’re in there (í frægðarhöllinni), I’m happy to be the third guy from Fort Worth so included.“
Jenkins ritaði um fyrsta risamótið sitt 1951 þ.e Opna bandaríska. Hogan var á 67 á lokahringnum og sigraði í Oakland Hills og Jenkins sagði að Hogan á þessum skrímslis velli hefði spialð eitt besta golf, sem hann hefði séð.
Aðspurður um hver væru 3 eftirminnilegustu fréttir sem hann hefði skrifað um þá sagði hann að það hefði verið framangreind fyrsta frétt sín frá 1951 og eins þegar Jack Nicklaus vann 6. Masters titil sinn, 46 ára og 1960 Opna bandaríska. Þar var Arnold Palmer á 65 á lokahringnum og bar sigurorð af Hogan. „Ég hef aldrei – jafnvel ekki sem gamall og kaldhæðinn penni – upplifað aðra eins spennu og allir fundu fyrir þennan eftirmiðdag.“ sagði Jenkins. „Það hafa verið svo mörg frábær augnablik í golfi að maður gleymir sumum þeirra. En þetta er enn efst í minningunni…
„Og ég er svo ánægður að hafa valið þetta starf (golffréttaritara)„
Stíll hans var fullur af húmor og hann gerði oft grín að þeim kylfingum, sem honum fannst óverðugir að sigra á risamóti þ.á.m Jack Fleck (1955) á Opna bandaríska s.s. frægt er orðið, sem hafði betur gegn Hogan, vini Jenkins.
Jenkins hlaut margar heiðursviðurkenningar m.a. hlaut hann the PEN/ESPN Lifetime Achievement Award fyrir golfskrif sín og eins var Jenkins í golffrægðarhöll Texas (ens. Texas Golf Hall of Fame) og frægðarhöll golffréttaritara (ens.: National Sportscasters and Sportswriters Hall of Fame).
Þegar Tom Finchem, framkvæmdastjóri PGA Tour taldi upp allar heiðursviðurkenningar Jenkins, en hann hlaut svo miklu, miklu fleiri en þær sem að ofan eru greindar þá grínaðist Jenkins: „Þú gleymdir að minnast á meðalið mitt við mænusótt.“
Jenkins lætur eftir sig eiginkonu sína June, synina Danny og Marty, og dóttur sína Sally Jenkins, sem er blaðamaður á The Washington Post.
Í aðalmyndaglugga: Dan Jenkins ásamt Sally, dóttur sinni.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024