Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2019 | 23:00

PGA: Fitzpatrick efstur e. 3. dag Arnold Palmer Inv.

Það er enski kylfingurinn Matthew Fitzpatrick sem er efstur á Arnold Palmer Invitational fyrir lokahring mótsins, sem spilaður verður á morgun.

Fitzpatrick er búinn að spila á samtals 9 undir pari, 207 höggum ( 70 70 67).

Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Matthew Fitzpatrick með því að SMELLA HÉR: 

Í 2. sæti er sjálfur Rory McIlory, 1  höggi á eftir.

Þriðja sætinu deila síðan bandaríski kylfingurinn Kevin Kisner, enski kylfingurinn Matt Wallace og Aaron Baddeley frá Ástralíu, sem ekki hefur sést lengi í efstu sætum stigalista.

Til þess að sjá stöðuna á Arnold Palmer Invitational að öðru leyti SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Arnold Palmer Invitational SMELLIÐ HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Matthew Fitzpatrick, sem líkist svolítið kólombíska kylfingnum Camillo Villegas í „kóngulóarstöðunni“ að skoða púttlínu.