Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2019 | 05:00

Forsetabikarinn 2019: Choi, Immelman og Weir varafyrirliðar Els

Ernie Els hefir útnefnt KJ Choi frá S-Kóreu, Trevor Immelman frá S-Afríku og Kanadamanninn Mike Weir, sem varafyrirliða síða í Forsetabikarnum.

Forsetabikarinn fer fram seinna á þessu ári, nánar tiltekið í The Royal Melbourne Golf Club í Melbourne, Ástralíu í 3. sinn, þ.e. 9.-15. desember 2019.

Áður var Els búinn að tilkynna að Ástralinn Geoff Ogilvy yrði einn varafyrirliða sinna.

Sjá má Els ræða val sitt á varafyrirliðum sínum með því að SMELLA HÉR: 

Í Forsetabikarnum spila lið Bandaríkjanna g. afgangnum að heiminum fyrir utan Evrópu með svipuðu keppnisfyrirkomulagi og í Rydernum.

Frá 1994 þegar Forsetabikarinn fór fram í fyrsta sinn hefir lið Bandaríkjanna unnið í öll skipti nema 2.