Evróputúrinn: Elvira truflaður af þrumu
Á Maybank Championship móti s.l. viku á Evróputúrnum sigraði Ástralinn Scott Hend, eftir bráðabana við spænska kylfinginn Nacho Elvira, sem búinn var að vera í forystu mestallt mótið.
Atvinnumenn í golfi eru sérlega viðkvæmir fyrir hvers kyns hljóðum, þegar þeir eru að slá.
Óteljandi dæmi eru um kylfinga sem hafa fyrtst við þegar ljósmyndarar hafa verið að smella mynd af þeim þegar þeir eru að slá eða við það að slá.
Hvað þá þegar menn standa frammi fyrir því að sigra í fyrsta stórmóti sínu, eins og Nacho Elvira á Maybank.
Sjá má svo greinilega að hann hrekkur í kút þegar hávær þruma heyrist þegar hann slær 3. högg sitt að 18. flöt, sem líklega hefir kostað hann sigurinn!
Til þess að gera allt verra þá frestaði Evróputúrinn leik eftir högg Elvira, vegna rafmagns á svæðinu, sem þýddi að bíða þurfti óratíma þar til hann gat reynt við fuglapútt sitt.
Hend (sá sem sigraði síðan í mótinu) átti eftir 7 metra pútt fyrir fugli og sigri. Elvira tók pútt sitt (10 metra fuglapútt) 100 mínútum eftir 3. högg sitt og setti niður meðan fuglapútt Hend geigaði og því var það Elvira sem knúði fram bráðabana, en Hend átti högg á hann fyrir, fyrir leik á síðustu holunni, par-5 18. holunni.
„Þetta var þruma sem kom á versta tíma en guðirnir bættu fyrir það með þessu pútti,“ sagði Elvira áður en farið var í bráðabanann.
Hend náði fugli og sigri á 1. holu bráðabanans eftir að dræv hans fór í tré og endursentist aftur í heppnisbeygju inn á braut og þaðan sló hann í brautarglompu, þaðan sem hann náði höggi nálægt pinna og átti bara eftir stutt pútt fyrir sigri, en par-5 18. holan var spiluð aftur.
„Þvílíkt pútt hjá Nacho“ sagði Hend eftir sigurinn. „Ef ég ætti að fara þarna út og setja niður þetta pútt þá myndi ég segja að það færi niður svona í eitt skipti af 10 tilraunum. Þetta var frábært pútt í aðstæðunum, sem hann setti það niður. Þetta var meiriháttar hjá Nacho. Ég var heppinn í dag, því miður fyrir Nacho. En hans tími mun koma, hann mun sigra. Hann er frábær kylfingur.“
Sjá má myndskeið af Nacho Elvira á lokahringnum þar sem þruman truflar högg hans á 18. flöt með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024