Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2019 | 11:00

Bandaríska háskólagolfið: Arnar Geir og félagar sigruðu í 2. skiptið í röð!!!

Arnar Geir Hjartarson, margfaldur klúbbmeistari GSS sem nú er við nám í Missouri Valley College og spilar golf með háskólaliði sínu Missouri Valley tók sl. 2 daga þátt í háskólamótinu MVC Spring Invite.

Þátttakendur í mótinu voru 38 frá 7 háskólum.

Lið Arnars Geirs, Missouri Valley sigraði í liðakeppninni og er þetta 2. sigurinn á skömmum tíma hjá liðinu, reyndar 2. sigurinn í röð!!!

Arnar Geir varð í 9. sæti í einstaklingskeppninni, með skor upp á 2 yfir pari, 146 högg (75 71) og var á 3. besta skorinu í liði sínu!!!

Sjá má lokastöðuna á MVC Spring Invite með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Arnars Geirs og félaga er 29.-30. mars n.k.

Í aðalmyndaglugga: Sigurlið Missouri Valley – Arnar Geir er 3. f.h. Mynd: Missouri Valley