Heimsmótið í holukeppni: Staðan e. 2. umferð
Heimsmótið í holukeppni (ens. World Golf Championships Dell-Technologies Match Play) fer fram 27. mars – 1. apríl 2019 í Austin Country Club, í Austin, Texas.
Tvær umferðir hafa verið spilaðar af þremur. 64 af bestu kylfingum heims, sem skipt hefir verið í 16 riðla, spila fyrst holukeppni í 3 umferðir og að þeim loknum halda 16 efstu í hverjum riðli áfram.
Sjá má úrslitin í fyrstu tveimur umferðunum með því að SMELLA HÉR: …. og þeirri 3. þegar leikar hefjast á morgun.
Riðlarnir og efstu menn í þeim eru eftirfarandi eftir 2 umferðir:
1. riðill
1 Branden Grace 2 stig – hefir unnið bæði Hideki Matsuyama 4&3 (1. umferð) og Dustin Johnson 1&0 (2. umferð)
2 Dustin Johnson 1 stig – hefir unnið Chez Revie 4&3 (1. umferð) en tapaði fyrir Branden Grace 1&0 (2. umferð)
3 Hideki Matsuyma 1/2 stig – tapaði fyrir Branden Grace 4&3 (1. umferð) jafnt g. Chez Revie (2. umferð)
4 Chez Revie 1/2 stig – tapaði fyrir Dustin Johnson 4&3 (1. umferð) jafnt g. Hideki Matsuyama (2. umferð)
Leikir í 3. umferð eru:
Branden Grace g. Chez Revie og Dustin Johnson g. Hideki Matsuyama.
Telja verður næsta öruggt að Branden Grace sé sá 1. af kylfingunum 64 sem kemst í 16 manna úrslitin, því af þeim 3, sem eru auk hans í riðlinum er Chez Revie, sem hann á eftir að leika við, sá lægst rankað á heimslistanum, þó vissulega sé slíkt aukaatriði þegar kemur að holukeppni því þar eins og allir vita getur allt gerst. Hins vegar er Dustin Johnson (DJ) sá eini sem velgt gæti Grace undir uggum en til þess að DJ komist áfram verður a.m.k. eftirfarandi að gerast Grace að tapa fyrir Revie (sem er ósennilegt) og DJ að sigra Hideki Matsuyama, sem gæti gerst og hann stefnir eflaust að til þess að veita sér tækifæri. DJ (nr. 1 á heimslistanum); Hideki Matsuyama (nr. 25 á heimslistanum); Branden Grace (nr. 42 á heimslistanum) og Chez Revie (nr. 57 á heimslistanum).
2. riðill
1 Gary Woodland 2 stig – Hann hefir sigrað bæði Eddie Pepperell 2&1 (1. umferð) og Emiliano Grillo 1 up (2. umferð)
2 Justin Rose 1 1/2 stig – Hann hefir sigrað Emiliano Grillo 2&1 (1. umferð) og náði 1/2 stigi g. Eddie Pepperell (2. umferð)
3 Eddie Pepperell 1/2 stig – Hann tapaði fyrir Gary Woodland 2&1 (1. umferð) og náði 1/2 stigi g. Justin Rose (2. umferð)
4 Emiliano Grillo 0 stig – Hann hefir tapað bæði fyrir Justin Rose og Gary Woodland.
Leikir í 3. umferð eru:
Justin Rose g. Gary Woodland og Eddie Pepperell g. Emiliano Grillo.
Leikurinn milli Rose og Woodland er hreinn úrslitaleikur um hvor þeirra kemst í 16 manna úrslitin. Pepperell og Grillo eiga ekki sjéns og er sama hvernig leikurinn milli þeirra fer. Rose verður að sigra en Woodland nægir að jafnt verði milli hans og Rose til þess að komast áfram.
3. riðill
1 HaoTong Li 2 stig – Hann hefir sigrað bæði Alex Norén (1. umferð) og Brooks Koepka 1 up (2. umferð)
2 Alex Norén 1 stig – Hann tapaði fyrir Haotong Li (1. umferð) og vann Tom Lewis 4&2 (2. umferð)
3 Brooks Koepka 1/2 stig – Hann náði 1/2 stigi á móti Tom Lewis (1. umferð) og tapaði fyrir Haotong Li 1 up (2. umferð)
4 Tom Lewis 1/2 stig – Hann náði 1/2 stigi á móti Brooks Koepka (1 umferð) og tapaði fyrir Alex Noren 4&2 (2. umferð)
Leikir í 3 umferð:
HaoTong Li g. Tom Lewis og Alex Norén g. Brooks Koepka.
Kínverski kylfingurinn HaoTong Li verður að telja líklegastur upp úr þessum riðli. Jafnvel þótt Koepka sigraði í sinni viðureign kæmist hann ekki áfram og Norén verður að sigra til þess að jafna við HaoTong Li og treysta á að Li tapi fyrir Lewis, sem verður að teljast ólíklegt. Li nægir að jafnt verði milli sín og Lewis til þess að hann komist áfram.
4. riðill
1 Rory McIlroy 2 stig – Hann hefir sigraði bæði Luke List 5&4 (1. umferð) og Justin Harding 3&2 (2. umferð)
2 Justin Harding 1 stig – Hann sigraði Matthew Fitzpatrick 1up (1. umferð) en tapaði fyrir Rory 3&2 (2. umferð)
3 Luke List 1 stig – Hann tapaði fyrir Rory 5&4 (1. umferð) en sigraði Matthew Fitzpatrick 2&1 (2. umferð).
4 Matthew Fitzpatrick 0 stig – Hann tapaði fyrir Justin Harding 1 up (1. umferð) og fyrir Luke List 2&1 (2. umferð).
Leikir 3. umferðar eru:
Rory McIlroy g. Matthew Fitzpatrick og Justin Harding g. Luke List
Rory nægir að halda jöfnu gegn Fitzpatrick til þess að komast áfram og verður að teljast líklegastur upp úr þessum riðli. Jafnvel þótt Rory tapi fyrir Fitzpatrick þá er það aðeins Justin Harding sem gæti jafnað við hann með sigri gegn Luke List, en þá yrði jafnt með þeim Rory og Harding og þá kæmist Rory áfram þar sem hann hefir áður sigrað Harding. Sama gildir með List, þ.e. ef List ynni Harding í 3. umferð og Rory tapaði fyrir Fitzpatrick þá væri jafnt en Rory kæmist áfram þar sem hann hefir áður unnið List.
5. riðill
1 Lucas Bjerregaard 1 1/2 stig – Hann hefir sigraði Justin Thomas 3&2 (1. umferð) og náði hálfu stigi gegn Keegan Bradley (2. umferð)
2 Justin Thomas 1 stig – tapaði fyrir Lucas Bjerregaard 3&2 (1. umferð) en sigraði Matt Wallace 3&1 (2. umferð)
3 Matt Wallace 1 stig – sigraði Keegan Bradley 1 up (1. umferð) en tapaði fyrir Justin Thomas 3&1 (2. umferð)
4 Keegan Bradley 1/2 stig – tapaði fyrir Matt Wallace 1 up (1. umferð) en náði hálfu stigi gegn Lucas Bjerregaard (2. umferð)
Leikir 3. umferðar eru:
Lucas Bjerregaard g. Matt Wallace og Justin Thomas g. Keegan Bradley.
Justin Thomas á sjéns á að komast áfram ef hvorutveggja gerist í 3. umferð: hann sigri Keegan Bradley og Lucas Bjerregaard tapi fyrir Matt Wallace. Bjerregaard verður að sigra Wallace til þess að vera öruggur áfram. Bjerregaard kemst áfram ef honum tekst að halda jöfnu jafnvel þó JT sigri Keegan Bradley því Bjerregaard hefir áður sigrað JT. M.ö.o. Bjerregaard kemst áfram haldi hann jöfnu gegn Wallace í 3. umferð.
6. riðill
1 Marc Leishman 2 stig – Hann hefir sigrað báðar viðureignir sínar þ.e. Kiradech Aphibarnrat 2&0 (1. umferð) og Russell Knox 2&0 (2. umferð)
2 Kiradech Aphibarnrat 1 stig – Hann tapaði f. Marc Leishman 2&0 (1. umferð) og sigraði Bryson De Chambeau 2&1 (2. umferð)
3 Bryson DeChambeau 1 stig – Hann sigraði Russel Knox (1. umferð) og tapaði fyrir Kiradech Aphibarnrat 2&1 (2. umferð)
4 Russell Knox 0 stig – Hann hefir tapað báðum leikum sínum þ.e. fyrir Bryson DeChambeau (1. umferð) og Marc Leishman 2&0 (2 umferð)
Leikir 3. umferðar eru:
Marc Leishman g. Bryson DeChambeau og Kiradech Aphibarnrat g. Russell Knox.
Marc Leishman heldur á pálmanum í höndunum í 6. riðli.
7. riðill
Francesco Molinari 2 stig – Hann hefir sigrað báðar viðureignir sínar þ.e.Satoshi Kodaira 5&4 (1. umferð) og Thorbjörn Olesen 4&3 (2. umferð)
Thorbjörn Olesen 1 stig – Hann sigraði Webb Simpson 2&1 (1. umferð) og tapaði fyrir Francesco Molinari 4&3 (2. umferð)
Webb Simpson 1/2 stig – Hann tapaði fyrir Thorbjörn Olesen 2&1 (1. umferð) og náði 1/2 stigi g. Satoshi Kodaira (2. umferð)
Satoshi Kodaira 1/2 stig – Hann tapaði fyrir Francesco Molinari 5&4 (1. umferð) og náði 1/2 stigi g. Webb Simpson (2. umferð)
Leikir 3. umferðar:
Francesco Molinari g. Webb Simpson og Thorbjörn Olesen g. Satoshi Kodaira.
Francesco Molinari langsigurstranglegastur í 7. riðli!!!
8. riðill
Matt Kuchar 2 stig – Hann hefir sigrað báðar viðureignir sínar þ.e. g. JB Holmes 3&1 (1. umferð) og Si Woo Kim 6&4 (2. umferð).
JB Holmes 1 stig – Hann tapaði fyrir Matt Kuchar 3&1 (1. umferð) og vann Jon Rahm 2&1 (2. umferð).
Jon Rahm 1 stig – Hann vann Si Woo Kim (1. umferð) og tapaði fyrir JB Holmes 2&1 (2. umferð).
Si Woo Kim 0 stig – Hann hefir tapað báðum viðureignum sínum þ.e. g. Jon Rahm (1. umferð) og Matt Kuchar 6&4 (2. umferð).
Leikir 3. umferðar:
Matt Kuchar g. Jon Rahm og JB Holmes g. Si Woo Kim.
Matt Kuchar langlíklegasti kandídatinn upp úr 8. riðli!!!
9. riðill
Tyrell Hatton 1 1/2 stig – Hann sigraði Rafa Cabrera Bello 4&3 (1. umferð) og hann hélt jöfnu g. Xander Schauffele (2. umferð)
Xander Schauffele 1 1/2 stig – Hann sigraði Lee Westwood 1&0 (1. umferð) og hann hélt jöfnu g. Tyrrell Hatton (2. umferð)
Lee Westwood 1/2 stig – Hann tapaði fyrir Xander Schauffele 1&0 (1. umferð) og hann hélt jöfnu g. Rafa Cabrera Bello (2. umferð)
Rafa Cabrera Bello 1/2 stig – Hann tapaði fyrir Tyrell Hatton 4&3 ( 1. umferð) og hann hélt jöfnu g. Lee Westwood (2. umferð)
Leikir 3. umferðar:
Tyrell Hatton g. Lee Westwood og Xander Schauffele g. Rafa Cabrera Bello.
Í 9. riðli er það spurningin um hvor stendur sig betur í 3. og lokaumferðinni Hatton eða Schauffele. Golf 1 tippar á að það verði Xander Schauffele sem hafi vinninginn.
10. riðill
Paul Casey 1 1/2 stig – Hann vann Abraham Ancer 5&3 (1. umferð) og hann hélt jöfnu g. Charles Howell III (2. umferð).
Charles Howell III 1 1/2 stig – Hann vann Cameron Smith 2&1 (1. umferð) og hann hélt jöfnu gegn Paul Casey (2. umferð).
Abraham Ancer 1 stig – Ancer tapaði fyrir Paul Casey 5&3 (1. umferð) en hann vann Cameron Smith 3&2 (2. umferð).
Cameron Smith 0 stig – Smith hefir tapað báðum viðureignum sínum við þá Charles Howell III 2&1 (1. umferð) og Abraham Ancer 3&2 (2. umferð).
Leikir 3. umferðar:
Paul Casey g. Cameron Smith og Charles Howell III g. Abraham Ancer
Casey langlíklegastur upp úr riðlinum, en hann á bara eftir viðureign við Cameron Smith, sem tapað hefir báðum leikjum sínum. Hins vegar er hann jafn að stigum við Howell III og því staðreynd það eru annaðhvort Casey eða Howell III sem komast í 16 manna úrslitin.
11. riðill
Tommy Fleetwood 1 1/2 stig – Hann vann Byeong Hun An 3&2 (1. umferð) og skyldi jafn við Kyle Stanley (2. umferð)
Kyle Stanley 1 1/2 stig – Hann vann Louis Oosthuizen 3&2 (1. umferð) og skyldi jafn við Tommy Fleetwood (2. umferð)
Louis Oosthuizen 1 stig – Hann tapaði fyrir X (1. umferð) og vann Byeong Hun An 1&0 (2. umferð)
Byeong Hun An 0 stig – Hann hefir tapað báðum viðureignum sínum við Tommy Fleetwood 3&2 (1. umferð) og Louis Oosthuizen 1&0 (2. umferð).
Leikir 3. umferðar:
Tommy Fleetwood g. Louis Oosthuizen og Kyle Stanley g. Byeong Hun An.
Eitt er öruggt í 11. riðli og það er að Byeong Hun An er úr leik. Eftir eru Tommy Fleetwood, Kyle Stanley og Louis Oosthuizen og eru fyrri tveir með 1/2 vinning meir en Oosthuizen, sem gæti dugað öðrum hvorum þeirra. Allt opið fyrir þessa 3 og ein mesta spennan í þessum riðli fyrir 3. umferð!
12. riðill
Jim Furyk 2 stig – Hann vann Jason Day 2&0 (1. umferð) og Phil Mickelson 1&0 (2. umferð)
Henrik Stenson 2. stig – Hann vann Phil Mickelson 2&1 (1. umferð) og Jason Day 4&3 (2. umferð)
Jason Day 0 stig – Hann hefir tapað báðum viðureignum sínum fyrir X og og Henrik Stenson.
Phil Mickelson 0 stig – Hann hefir tapað báðum viðureignum sínum fyrir X og Jim Furyk.
Leikir 3. umferðar:
Jim Furyk g. Henrik Stenson og Jason Day g. Phil Mickelson
Leikurinn milli Jim Furyk og Henrik Stenson er hreinn úrslitaleikur um hvor þeirra kemst í 16 manna úrslitin. Day og Mickelson eru úr leik.
13. riðill
Brandt Snedeker 1 1/2 stig – Hann hélt jöfnu gegn Patrick Canlay (1. umferð) og vann Tiger Woods 2&1 (2. umferð)
Patrick Cantlay 1 1/2 stig – Hann hélt jöfnu g Brandt Snedeker (1. umferð) og vann Aaron Wise 4&2 (2. umferð)
Tiger Woods 1 stig – Hann vann Aaron Wise 3&1 (1. umferð) og tapaði fyrir Brandt Snedeker 2&1 (2. umferð)
Aaron Wise 0 stig – Wise hefir tapað báðum leikjum sínum fyrst gegn Tiger Woods 3&1 (1. umferð) og síðan g. Patrick Cantlay 4&2 (2. umferð)
Leikir 3. umferðar:
Brandt Snedeker g. Aaron Wise og Tiger Woods g. Patrick Cantlay
Telja verður Snedeker svona fyrirfram líklegastan upp úr þessum riðli því hann á aðeins eftir leik við Aaron Wise, sem tapað hefir báðum viðureignum sínum. Cantlay á hins vegar eftir að mæta Tiger!
14. riðill
Kevin Kisner 1 stig – Kisner tapaði fyrir Ian Poulter 2&0 og vann Tony Finau 2&0 (2. umferð)
Tony Finau 1. stig – Finau vann Keith Mitchell 2&1 og tapaði fyrir Kevin Kisner 2&0 (2. umferð)
Keith Mitchell 1 stig Mitchell tapaði fyrir Tony Finau (1. umferð) – og vann Ian Poulter 1&0 (2. umferð)
Ian Poulter 1 stig Poulter vann Kevin Kisner 2&0 – og tapaði fyrir Keith Mitchell 1&0 (2. umferð)
Leikir 3. umferðar:
Kevin Kisner g. Keith Mitchell og Tony Finau g. Ian Poulter
Þetta er sá riðill sem mesta jafnræði er með kylfingum og báðir leikir 3. umferðar spennuleikir þar sem allt getur gerst og óvíst er hver kemst upp úr riðlinum. Ef Kevin Kisner og Ian Poulter vinna sína leiki kemst Poulter áfram, þar sem Kisner hefir tapað fyrir honum. Vinni hins vegar Mitchell og Poulter hafi betur gegn Tony Finau þá kemst Mitchell áfram. Allir verða að vinna sína leiki engum dugar að vera jafnir nema jafnt sé hjá hinni tvenndinni, ræður hvernig leikir hafa unnist. Spennandi riðill þetta!!!
15.riðill
Billy Horschel 1,5 stig – Horschel náði 1/2 stigi gegn Jordan Spieth (1. umferð)og hann vann Bubba Watson 2&1 (2. umferð)
Jordan Spieth 1,5 stig – Spieth náði 1/2 stigi gegn Billy Horschel (1. umferð) og vann síðan Kevin Na 3&2 (2. umferð).
Kevin Na 1 stig – Na vann Bubba Watson 1&0 (1. umferð) en tapaði síðan fyrir Jordan Spieth 3&2 (2. umferð=
Bubba Watson 0 stig – Bubba hefir tapað báðum leikjum sínum, fyrir Kevin Na 1&0 (1. umferð) og fyrir Billy Horschel 2&1 (2. umferð)
Leikir 3. umferðar:
Billy Horschel g. Kevin Na og Jordan Spieth g. Bubba Watson
Það eina sem er víst í þessum riðli er að Bubba Watson er úr leik. Na á fjarlægan sjéns á að komast upp úr riðlinum en þá þarf hann að sigra leik sinn í 3. umferð og bæði Horschel og Spieth að tapa sínum leikjum. Líklegra er að annaðhvort Horschel eða Spieth komist upp úr 15. riðli og telja verður Spieth líklegri því Bubba hefir að engu að keppa, er þegar úr leik, meðan Kevin Na berst örugglega til sigurs gegn Billy Horschel!
16. riðill
1 Sergio Garcia 2 stig – Garcia hefir unnið báða leiki sína; hann vann Shane Lowry 4&2 (1. umferð) og Andrew Putnam 5&4 (2. umferð)
2 Andrew Putnam 1 stig – Putnam vann Patrick Reed 3&2 (1. umferð) en tapaði fyrir Sergio Garcia 5&4 (2. umferð).
3 Patrick Reed 1/2 stig – Patrick Reed tapaði fyrir Andrew Putnam 3&2 (1. umferð) en var með 1/2 stig gegn Shane Lowry (2. umferð)
4 Shane Lowry 1/2 stig – Shane Lowry tapaði fyrir Sergio Garcia 4&2 (1. umferð) en var með 1/2 stig gegn Patrick Reed (2. umferð)
Leikir 3. umferðar
Sergio Garcia g. Patrick Reed og Andrew Putnam g. Shane Lowry
Telja verður líklegt að Garcia sé kominn áfram.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024