Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2019 | 12:00

Kántrísöngstjarna deilir sögu um Mickelson úr brúðkaupi Spieth

Kántrísöngstjarnan Jake Owen hefir sterk tengsl við golfið.

Áður en hann varð heimsfrægur fyrir söng sinn var Owen á góðri leið með að verða atvinnukylfingur. Owen lék í bandaríska háskólagolfinu með liði Florida State, líkt og aðrar golfstjörnur hafa gert, menn á borð við Paul Azinger, Brooks Koepka og Daniel Berger áður en slys sem hann varð fyrir breytti áformum hans.

Owen er fastagestur í Pro-Am mótum og stundum fær hann að leika með stóru strákunum s.s. á síðasta ári á móti Web.com Tour: Nashville Golf Open Benefitting the Snedeker Foundation … þar sem hann var 31 högg frá því að komast gegnum niðurskurð.

Owen á góða vini sem eru atvinnukylfingar, m.a. er hann vinur Jordan Spieth, sem bauð honum í brúðkaup sitt og Annie Verret sl. nóvember. Meðal stórkylfinga sem boðið var var Phil Mickelson.

Brúðkaup Spieth fór nánar tiltekið fram 24. nóvember, daginn eftir að Phil vann Tiger í „The Match“, sem var meira gert fyrir sjónvarpsáhorf með gríðarlegan vinningspott $9 milljónir, sem Phil dró að landi.

Owen var eins og svo margir golfáhangendur hneykslaður yfir þeim peningi sem fór í verðlaunafé miðað við gæði golfsins sem þeir Phil og Tiger sýndu af sér… þannig að þarna í brúðkaupinu gafst kjörið tækifæri: Owen segist hafa farið yfir til Phil og heimtað að hann endurgreiddi peninginn. Með hans eigin orðum:

Ég var búinn að fá mér nokkra kokkteila og sá hann í hinum enda herbergisins og ég hugsaði með mér: „Ég verð að segja þessum náunga hvað mér finnst!“ Ég gekk yfir til hans og sagði við hann:„Hey Phil þú skuldar mér f…… $ 29.99 fyrir að eyða 4 klukkustundum af lífi mínu við það að sjá the sh……. golf sem ég hef nokkru sinni séð.“

Þið bara mögnuðuð þetta upp þetta THE MATCH: Þið gátuð ekki einu sinni náð 3 fuglum milli ykkar. Ég vil fá $ 29.99 tilbaka og að þú biðjir mig afsökunar fyrir að hafa spilað svona lélegt golf.“

Hann (Phil) tók upp $ 100 og hann sagði: „Ég vann 90.000 af þessum í gær.“ og síðan verður afgangur bara að standa á ensku orðrétt eins og Phil sagði hann. „Take a 100 and go f— yourself.‘”

Owen sór að sagan væri sönn og ekki leið á löngu að Mickelson tvítaði á vefmiðlunum „Sönn saga“ og setti broskarl við hliðina!

Í aðalmyndaglugga: t.v. Jake Owen t.h. Phil Mickelson