Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2019 | 01:00

Kærasta Lucas Bjerregaard – Henriette Friis

Daninn Lucas Bjerregaard var sá kylfingur, sem kom einna mest á óvart á síðasta heimsmóti í holukeppni eða WGC-Dell Technologies Match Play Championship, eins og það heitir upp á ensku.

Bjerregaard, 27 ára. vann Justin Thomas og Matt Wallace og náði hálfu stigi gegn Keegan Bradley í undanriðlinum, þar sem spilaðar voru 3 umferðir og komst þannig í 16 manna úrslitin, þar sem hann vann bæði Henrik Stenson og Tiger Woods og náði að komast í undanúrslitin, þar sem hann lauk keppni í 4. sæti. Glæsilegur árangur hjá óþekktu nafni meðal allra stórstjarna golfsins!!!

Hvað er það sem veldur velgengni Lucas Bjerregaard? Sumir segja að almennt sé gott heimilislíf grunnurinn að velgengni og drifkraftur manna í að standa sig vel og það gæti vel átt við um Lucas Bjerregaard.

Í Austin með honum var konan sem hann er trúlofaður og ætlar að giftast í desember á þessu ári, Henriette Friis.

Þau hafa verið kærustupar síðan í menntaskóla, búa í Monaco og eiga litla sæta stelpu sem heitir Josephine.

Sjá má fallegar myndir af Lucas, Henriette og Josephine á Instagram síðu Henriette með því að SMELLA HÉR: