Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2019 | 06:00

Masters 2019: Molinari segir frá 1. skipti sínu á Masters

Fyrir lokahringinn á Masters risamótinu er ítalski kylfingurinn Francesco Molinari einn í 1. sæti.

Hann er búinn að spila á 13 undir pari, 203 höggum (70 67 66) og er með 2 högga forystu á Tiger Woods og Tony Finau.

Þetta er í 7. skipti sem Francesco Molinari tekur þátt á Masters og besti árangur hans hingað til 19. sætið 2012 og næstbesti T-20 árið 2018.

Aðspurður um fyrsta skiptið sitt á Masters risamótinu sagði Francesco Molinari eftirfarandi:

Það var mánudagurinn fyrir Masters árið 2010 og ég spilaði æfingahring með bróður mínum (Edoardo, sem var US Amateur Champion 2005) og Matteo Mannassero var líka með okkur. Ég hafði áður verið á vellinum þegar bróður minn vantaði kylfusvein (2006) en fram að þessum degi hafði ég aldri spilað hann (Augusta völlinn). Á þessum fyrsta degi teigar maður bara andrúmsloftið og maður kynnist vonandi golfvellinum. Enginn okkar vissi í raun, hvað við vorum að gera, við reyndum einfaldlega að njóta.“

Í aðalmyndaglugga: Francesco var fyrst kylfusveinn á Masters fyrir eldri bróður sinn Edoardo, eða Dodo eins og Francesco kallaði hann þegar hann var lítill, en það gælunafn hefir síðan festst við Edoardo.