Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2019 | 18:30

Bandaríska háskólagolfið: Arnar Geir & félagar urðu í 1. sæti og Birgir Björn T-8 á Baker Spring Inv.!!!

Tveir íslenskir kylfingar tóku þátt í Baker University Spring Invite, sem fram fór dagana 15.-16. apríl og lauk í gær; margfaldur klúbbmeistari GSS, Arnar Geir Hjartarson og lið hans Missouri Valley og fv. klúbbmeistari Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði, Birgir Björn Magnússon og lið hans Bethany Swedes.

Birgir Björn Magnússon, GK. Mynd: GSÍ

Birgir Björn gerði sér lítið fyrir og landaði topp-10 árangri, lék á 147 höggum (76 71) og varð T-8.

Lið Birgis Björns, Bethany Swedes varð í 4. sæti af 9 sem þátt tóku.

Arnar Geir og lið hans Missouri Valley, hins vegar, sigruðu í mótinu, en Arnar Geir var á 5. besta skorinu í liði sínu þ.e. T-24 á skori upp á 154 högg (73 81).

Sjá má lokastöðuna á Baker University Spring Invite með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Birgis og félaga er 29. apríl nk. í Buffalo Dunes í Kansas.

Næsta mót Missouri Valley, liðs Arnars Geirs er einnig 29. apríl n.k. en fer fram í Porto Cima golfkúbbnum á Osage Beach, Missouri.