Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2019 | 14:00

Stungið upp í þá sem ekki trúðu á Tiger

Sigur Tiger Woods á 83. Masters mótinu hafði mikla þýðingu fyrir margt fólk, en það er hægt að skipta því (fólkinu) í tvennt: þá sem trúðu á Tiger og þá sem gerðu það ekki.

Sl. 11 ár hafa fjölmiðlagúrúar, sérfræðingar og aðrir sjálfskipaðir golfsérfræðingar haft frjálsar hendur til þess að fella dóm yfir Tiger, en nú þegar Tiger sigrar í 5. sinn á Masters þá hafa þeir sem trúðu á Tiger rifnað úr monti og slegið um sig með frösum á borð við  „sagði ég ekki?“ og haft gaman að fara  yfir ýmislegt miður skemmtilegt sem sagt hefir verið um Tiger.

Hér má sjá nokkur dæmi:

1 Brandel Chamblee er eitthvað illa við Tiger og í einu „Freezing Cold Takes“ sagðist hann m.a. halda að Tiger væri búinn að vera í keppnisgolfi – Sjá með því að SMELLA HÉR:

2 Annað dæmi má sjá hér á Twitter eftir slælegt gengi Tiger í 2017 Masters SMELLIÐ HÉR: 

3 Stephen A Smith trúði því ekki að Tiger myndi sigra á öðru risamóti á First Take – Sjá með því að SMELLA HÉR: 

4 Around the Horn fór í gegnum öll þau skipti sem fréttamenn þeirra fjölluðu neikvætt með litla trú á Tiger og þar sem þeir fundu út var eftirfandi SMELLIÐ HÉR:

5 Hér má sjá myndskeið, sem PGA Tour gerði þar sem sjá má Tiger horfa á nokkra sem töldu hann eiga litla framtíð og í lokinn brosir Tiger íbygginn – jamms, sá hlær best sem síðast hlær SMELLIÐ HÉR: 

Þeir sem trúðu á Tiger, vissu betur – gaman að rifja ofangreint upp nú.