Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2019 | 12:00

Af hverju Tiger tuggði tyggigúmmí á leið sinni að 15. risatitlinum?

Það hafa verið margar skondnar fyrirsagnar og líklegast milljón ólíkar, sem skrifaðar hafa verið um 15. risatitilssigur Tiger á Masters í sl. viku.

Einn ein af þeim frumlegri er framangreind, en athugulir golfáhugamenn sáu Tiger tyggja tyggigúmmí á Masters og þá er næst að spyrja, af hverju?

Phil Mickelson komst í fréttirnar fyrir skemmstu vegna þess að hann tuggði tyggigúmmí. Í viðtali við New York Times sagði hann að það að tyggja örvaði heilabörkinn (þ.e. það svæði heilans, sem hefir með minni, tilfinningar og vitrænar aðgerðir að gera og stjórnar hegðun með tilvísun í dómgreind og forsjálni).

Í rannsókn frá 2011 sem gerð var af sálfræðingum við St. Lawrence University kom fram að tyggigúmmí bætti árvekni og hæfni til að vinna úr nýjum upplýsingum, tveimur þáttum sem gagnast á við golfleik.

Þannig að hvað vakir fyrir Tiger að tyggja tyggigúmmí?

Að því er virðist ekkert sérstakt.

Aðspurður um tyggigúmmíið á blaðamannafundi sagði hann eftirfarandi: „Nú ég tygg þetta tyggigúmmí vegna þess að ég verð venjulega svangur, ég borða svo mikið þannig að þetta heldur aftur af matarlystinni svolítið, sem er ágætt,“ var svar Tiger. „Oftast, þá er það vandamál sem ég á við að glíma í mótum að ég missi of mikla þyngd, eins og þið vitið.“

Það sem Tiger virðist eiga við að þar sem hann tapar mikilli þyngd í mótum á hann það til að gúffa miklum mat í sig og til þess að halda svolítið aftur af sér í því tyggir hann tyggigúmmí.

Kannski eigum við eftir að sjá mun fleiri kylfinga fara að fordæmi Tiger og Phil og tyggja meira tyggigúmmí nú í sumar.