Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2019 | 12:00

Evróputúrinn: Campillo sigurvegari Trophée Hassan

Það var spænski kylfingurinn Jorge Campillo, sem stóð uppi sem sigurvegari í móti vikunnar á Evrópumótaröð karla, Trophée Hassan, sem fram fór á Royal Golf Dar Es Salam, í Rabat, Marokkó 25.-28. apríl sl.

Campillo lék á samtals 9 undir pari, 283 höggum (72 71 69 71).

Þrír deildu með sér 2. sætinu á samtals 7 undir pari, hver: bandarísku kylfingarnir Julian Suri og Sean Crocker og Erik Van Der Rooyen frá S-Afríku.

Sjá má lokastöðuna í Trophée Hassan með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta lokahrings Trophée Hassan SMELLIÐ HÉR: