Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2019 | 11:00

Evróputúrinn: 14 ára strákur komst g. niðurskurð á Volvo China Open – Herbert efstur e. 3. dag!

Hinn 14 ára kínverski strákur, Yang Kuang komst í gegnum niðurskurð á móti vikunnar á Evróputúrnum, Volvo China Open.

Þar með skrifaði hann sig í golfsögubækurnar, þar sem hann er sá næstyngsti til þess að ná niðurskurði í móti á Evróputúrnum.

Eftir 3. hring í dag er Kuang T-44; búinn að spila á samtals 5 undir pari, 211 höggum (71 71 69).

Það er franski kylfingurinn Benjamin Herbert sem hefir forystu í mótinu fyrir lokahringinn, sem verður spilaður á morgun, en Herbert  er samtals búinn að spila á 17 undir pari, 199 höggum (67 68 64 ).

Til þess að sjá stöðuna á Volvo China Open eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: