Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2019 | 10:00

Tiger í heimsókn í Hvíta Húsið á morgun!

Tiger Woods kemur fyrst fram opinberlega eftir sigur á Masters risamótinu fyrir 3 vikum á morgun.

Þá verður hann í heimsókn í einhverju frægasta húsi í Bandaríkjunum, Hvíta Húsinu í Washington D.C., í boði Donald Trump.

Eftir að Tiger sigraði í 15. sinn á risamóti á Masters í apríl sl. þá tvítaði Trump hamingjuóskatvít og tilkynnti að hann myndi veita Tiger „the Presidential Medal of Freedom“, sem er einhver mesti heiður sem Bandaríkjamenn veita óbreyttum borgurum.

Tvít hans, sem auðvitað notar hvert tækifæri til að stela „show-inu“ og draga athyglina að sér,  fer orðrétt hér að neðan:

Spoke to @TigerWoods to congratulate him on the great victory he had in yesterday’s @TheMasters, & to inform him that because of his incredible Success & Comeback in Sports (Golf) and, more importantly, LIFE, I will be presenting him with the PRESIDENTIAL MEDAL OF FREEDOM!

(Lausleg þýðing: Talaði við @TigerWoods til þess að óska honum til hamingju með frábæran sigur sem hann vann í gær @TheMasters og til að tilkynna honum að vegna hins ótrúlega árangurs og endurkomu í íþróttum (golfi) og það sem er mikilvægara, LÍFINU, muni ég afhenda honum „The Presidential Medal of Freedom.“ )

Það var fréttafulltrúi Hvíta Hússins Sarah Sanders sem tilkynnti að athöfnin muni fara fram í Rósargarði Hvíta Hússins, mánudaginn 6. maí.

Í fréttatilkynningu hennar sagði:

President Trump will award the Presidential Medal of Freedom to world-renowned golfer Tiger Woods on Monday, May 6 in the White House Rose Garden. The event will be invitation only and covered by the press.“

Tiger er 4. kylfingurinn til þess að hljóta orðuna en á undan honum hafa Jack Nicklaus, Arnold Palmer og Charlie Sifford hlotið hana.

Nicklaus og Palmer hlutu orðuna úr hendi George W. Bush, Sifford, sem m.a. kenndi Tiger, hlaut orðuna fyrir u.þ.b. 5 árum úr hendi Barack Obama.

Tiger er einnig 4. íþróttamaðurinn, sem hlýtur viðurkenninguna í forsetatíð Trump, en aðrir íþóttamenn sem hafa hlotið viðurkenninguna eru: Babe Ruth, Roger Staubach og Alan Page.