LPGA: Sei Young Kim sigraði á MediHeal
Það var Sei Young Kim frá S-Kóreu sem sigraði á MediHeal LPGA mótinu.
Hún lék best í 3 manna bráðabana sem þurfti að grípa til, til þess að skera úr um úrslitin.
Eftir hefðbundnar 72 holur voru þær Kim, Jeungun Lee6 og hin enska Bronte Law efstar og jafnar, allar á 7 undir pari, 281 höggi.
Það varð því að koma til bráðabana og var par-5 18. holan í Lake Mercered í Daly City, Kaliforníu, þar sem mótið fór fram, spiluð að nýju. Kim hafði betur með fugli gegn hinum tveimur þegar á 1. holu bráðabanans. Þess mætti geta að Kim glutraði niður 3 högga forystu, sem hún hafði á næsta keppanda fyrir lokahringinn, niður í keppni um bráðabana; meðan Law var 10 höggum og Lee6 8 höggum á eftir Kim fyrir lokahringinn.
Law missti af sjénsinum ekki aðeins að sigra heldur einnig að vera með stærsta „come-backið“ eftir að hafa verið 10 höggum á eftir forystu- konunni fyrir lokahringinn.
Fjórar deildu 4. sætinu þ.e. þær Eun-Hee Ji og Amy Yang frá S-Kóru, Lexi Thompson og Charley Hull, sem allar léku á samtals 5 undir pari.
Til þess að sjá lokastöðuna á MediHeal mótinu SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024