Kiðjabergið
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2019 | 11:00

GKB: Kiðjabergið opnar laugardaginn!

Formleg opnun Kiðjabergsvallar verður eftir hádegi laugardaginn 11. maí. Breskir starfsmenn eru búnir að fara yfir allar sandglompur og vinna öll vorverkin. Þannig að völlurinn er í flottu standi og sjaldan komið betri undan vetri. Það er því ekkert til fyrirstöðu að hefja golfleik um næstu helgi.

Sameiginlegur vinnudagur Félags lóðarhafa í Kiðjabergi og Golfklúbbs Kiðjabergs verður haldinn laugardaginn 11. maí n.k. Mæting við vélaskemmuna klukkan 10:00. Unnið verður til kl. ca. 14:00. Að loknum vinnudegi verður Rakel í Golfskálanum með súpu, brauð og grillaðar pylsur. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og styrkja samstöðuna í félaginu. Gott væri að taka með verkfæri.

Framkvæmdir hafa staðið yfir við endurnýjun á eldhúsi golfskálans og þá hefur salurinn verið málaður

Í aðalmyndaglugga: Unnið við snyrtingu sandglompunnar við æfingaflötina fyrir framan golfskála GKB.