LET: Guðrún Brá dúxaði á golfregluprófi nýliða á LET!!!
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, Íslandsmeistari í golfi 2018, er nýliði á LET Evrópumótaröðinni. Keiliskonan náði bestum árangri allra nýliða á golfregluprófi sem LET og R&A lögðu fyrir alls 41 nýliða á LET Evrópumótaröðinni.
Þetta er fimmta árið í röð sem þessi háttur er hafður á hjá nýliðum á LET Evrópumótaröðinni. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir hafa báðar þreytt slíkt golfreglupróf.
Prófið er tekið á vefsíðu R&A og þar er farið yfir helstu golfreglurnar. Allir nýliðar á LET verða að þreyta þetta próf.
Mike Round, þróunarstjóri hjá LET, segir að prófið sé nauðsynlegt fyrir alla kylfinga og sérstaklega atvinnukylfinga.
„Hvert högg í keppni hjá atvinnukylfingum skiptir máli. Þeir sem eru vel að sér í golfreglunum geta komið í veg fyrir að tapa höggi eða höggum vegna vankunnáttu í golfreglunum. Góð þekking á reglunum gerir það að verkum að kylfingar verða síður taugaóstyrkir þegar þeir þurfa að taka ákvarðanir úti á vellinum sem tengjast golfreglunum. Við viljum að kylfingum gangi vel úti á vellinum og þeim sem ná að halda ró sinni og líður vel gengur oftast betur,“ segir Round m.a. í fréttatilkynningu frá LET.
Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ afhenti Guðrúnu Brá verðlaunagrip og skjal fyrir árangurinn á golfprófinu hjá LET og R&A. Athöfnin fór fram á aukaþingi GSÍ sem fram fór í Laugardalshöll þann 11. maí.
Greint er frá árangri Guðrúnar Brá á heimasíðu LET – sem sjá má með því að SMELLA HÉR:
Texti og mynd: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024