Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2019 | 20:00

Evróputúrinn: Wiesberger sigraði á Made in Denmark

Það var Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger, sem sigraði á móti vikunnar á Evróputúrnum, Made in Denmark presented by FREJA.

Sigurskor Wiesberger var 14 undir pari, 270 högg (68 69 67 66).

Mótið fór fram á Himmerland Golf Resort í Farsö í Danmörku dagana 23.-26. maí og lauk því í dag.

Meðal keppenda var GR-ingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson, en hann komst því miður ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni.

Sjá má lokastöðuna á Made in Denmark með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta lokahrings Made in Denmark mótsins með því að SMELLA HÉR: