Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2019 | 21:00

GKG: Nýja Trackman æfingasvæðið opnaði í dag

Í dag, þriðjudaginn 28. maí 2019 opnaði nýja TrackMan æfingasvæði þeirra GKG-inga formlega og var ókeypis í hermana í dag.

Slegið er í net á nýja æfingasvæðinu en TrackMan golfhermir nemur boltaflugið og skilar því á skjá. Þannig er með myndrænum hætti hægt að sjá hvernig höggið var og allar lykilupplýsingar eins og lengd höggs, hvernig ferill kylfunnar var og hvernig haus kylfunnar var við högg birtast.

Allt annað er með sama hætti á nýja æfingasvæðinu: Boltakort eða mynt í nýja TrackMan herminn er keypt í golfverslun GKG; boltavélin skammtar bolta og kylfingum er frjálst að velja bás og slá.

Opið er milli 13:00 og 21:00 virka daga og er starfsmaður á svæðinu sem aðstoðar fólk við hermana.

Verðin eru eftirfarandi:

Boltakort Verð Fullt verð
Ein fata 600,- (Fullt verð 600)
6 fötur 3.000,- (Fullt verð 3.600,-)
9 fötur 4.200,- (fullt verð 5.400,-)
16 fötur 7.200,- (Fullt verð 9.600,-)
23 fötur 9.600,- (Fullt verð 13.800,-)

Básarnir undir skýlinu eru eingöngu fyrir rétthenta kylfinga. Allir básar sem eru fyrir utan skýlið geta bæði örvhentir og rétthentir kylfingar nýtt sér. Örvhentir kylfingar hafa því forgang í þau þegar það eru lausir básar undir skýlinu.

Ath. vegna öryggismála er stranglega bannað að tína sér æfingabolta innan úr netbúrinu. Þeir aðilar sem verða uppvísir að því verður umsvifalaust vísað af æfingasvæðinu.

Heimild og mynd: GKG