Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2019 | 18:00

Haney sagt upp vegna kynþátta ummæla hans um LPGA leikmenn – Wie svarar fyrir sig!

Hank Haney, fyrrum sveifluþjálfari Tiger Woods lenti í orrahríð gagnrýni vegna ummæla sem hann viðhafði um asíska kvenkylfinga á LPGA, í  SiriusXM PGA Tour útvarpsþætti sínum, Hank Haney Golf Radio.

Hann ásamt meðþáttastjórnanda sínum Steve Johnson voru að ræða um Opna bandaríska kvenrisamótið sem fer fram í Country Club of Charleston.

Hank, Opna bandaríska kvenrisamótið fer fram í 74. sinn í þessari viku,“ byrjaði Johnson.

Ég ætla að spá því að kóreönsk stúlka vinni,“ svaraði Haney. „Það er spá mín. Ég gæti nefnt þér, sex leikmenn á LPGA. Kannski. Nú ég ætla að giska á Lee og þó ég hefði ekkert fornafn er ég viss um að ég hef rétt fyrir mér.

Í sannleika sagt, Michelle Wie er meidd. Ég þekki enga þeirra.“

Þessi ummæli vöktu þegar hörð viðbrögð m.a. frá Wie, sem dró ekkert úr þegar hún svaraði Haney.

Sem kóreansk-bandarískur kvenkylfingur, þá finn ég fyrir reiði og vonbrigðum á svo mörgum ólíkum stigum,“ tvítaði Wie. „Kynþátta- og kynferðisfordómar eru ekki aðhlátursefni Hank …. skammastu þín. Ég geri þetta aldri, en þessu verður að svara.“

Margar þessara stúlkna, kórenaskar eða ekki, hafa unnið í ótaldar klukkustundir og fórnað svo miklu til þess að spila á Opna bandaríska í þessari viku. Það eru svo margar frábærar meðal keppenda. Fögnum þeim …. en hæðumst ekki að þeim.

Haney var gagnrýndur af fjölmörgum annarra fyrir ummæli sín þ.á.m. Brittany Lincicome, Christina Kim, Karrie Webb  og Anniku Sörenstam og fréttamanna Golf Channel Jerry Foltz og Lisu Cornwell.

Stuttu eftir viðbrögðin við ummælum Haney, kom hann aftur fram í útvarpsþætti sínum og sagðist ekki hafa meint neitt illt með ummælum sínum og bað alla sem hann kynni að hafa sært afsökunar. Hann birti líka opinbera afsökun.

Nú í morgun viðhafði ég ummæli um kvenatvinnukylfinga sem voru ónærgætin og sem ég sé eftir,“ sagði í afsökun hans. „Í tilraun minni til þess að sýna fram á yfirburða árangur kóreanskra kylfinga á túrnum þá móðgaði ég fólk og mér þykir það leitt.“

„Ég ber óhemju virðingu fyrir konum, sem hafa lagt hart að sér til þess að ná toppnum í íþrótt sinni og ég ætlaði mér aldrei að gera lítið úr hæfileikum þeirra og árangri. Ég hef unnið í þessari íþrótt með karl- og kvenkylfingum úr ólíkum menningarheimum og ég hlakka til að gera svo áfram.“

Þann 31. maí sl. bárust síðan fréttir af því að Haney hefði verið sagt upp á PGA Tour Radio að beiðni PGA Tour.

Í fréttatilkynningu þar um sagði: „Ummæli Hr. Haney voru ónærgætin og hann er ekki góður fulltrúi skoðana PGA Tour eða Sirius XM. PGA Tour  skuldbindur sig til og er stolt af aukinni fjölbreytni í áhangendahóp, svo ekki sé talað um kraft og árangur heimsklassa leikmanna, allsstaðar að úr heiminum – bæði á PGA Tour og LPGA, sem við störfum nánar með en nokkru sinni áður. SiriusXM fjallar af stolti um og styður bæði karla- og kvennagolf og kylfingana sem gera þessa íþrótt svo frábæra. Að frumkvæði PGA Tour hefir Hr. Haney verið látinn fara af SirusXM PGA Tour úrvarpsstöðinni. SiriusXM er að taka stöðuna á sjálfu sér og Sirius XM mun halda áfram.“

Í lok tilkynningarinnar var getið um viðbrögð frá Haney.

Ég sætti mig við uppsögn mína og biðst aftur afsökunar,“ sagði Hank Haney.