Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2019 | 23:59

PGA: Kaymer efstur – Scott í 2. sæti f. lokahring Memorial

Þýski kylfingurinn Martin Kaymer er einn efstur fyrir lokahring Memorial mótsins, sem er mót vikunnar á PGA Tour.

Kaymer er búinn að spila keppnishringina þrjá á samtals 15 undir pari, 201 höggi (67 68 66) og hefir 2 högga forystu á næsta mann.

Næsti maður hefir oftar en einu sinni verið valinn kynþokkafyllst kylfingur allra tíma, en það er sjálfur Adam Scott, sem ekki hefir sést lengi í toppsætum móta.

Scott hefir spiað á samtals 13 undir pari 203 höggum (71 66 66). Í 3. sæti eru síðan jafnir japanski kylfingurinn Hideki Matsuyama og bandarísku kylfingarnir Jordan Spieth og Patrick Cantlay; allir á samtals 11 undir pari, 205 höggum.

Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti á Memorial SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 3. hrings á Memorial SMELLIÐ HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Adam Scott t.v. og Martin Kaymer t.h.