Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2019 | 08:00

Golfráð: Atvinnukylfingur notar sítrónubáta g. reiði og stressi á vellinum

Kylfingar á öllum aldri og hæfnisstigum verða óhjákvæmilega að fást við hæðir og lægðirnar sem fylgja golfinu.

Danski LPGA atvinnukylfingurinn Nanna Koerstz Madsen notar aðferð, sem við hér á Golf1.is höfum ekki rekist á, áður.

Nanna sagði fyrst frá aðferðinni sem hún beitir til þess að hafa heimil á reiði- og stresstilfinningum á vellinum í viðtali við fréttakonu Golfweek, Beth Ann Nicholas fyrir HUGEL-AIR Premia LA Open.  Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Þar kom fram að Koerstz Madsen veitir kerfi sínu svolítið súrt sjokk eftir taugatrekkjandi aðstæður eða slæmt högg með því að bíta í sítrónubáta.

T.a.m. gerði hún þetta eftir að hafa þrípúttað í Wilshire Country Club í síðasta mánuði og spilaði síðan síðustu 7 holurar á hringnum á 3 undir pari.

Þetta snýst um að beina tilfinningunum frá því sem verið er að hugsa um, að því að hugsa um þessa súru sítrónu, sem er ógeðslegt og ekki næs.“ sagði Koerstz Madsen.

Hún hóf að pakka sítrónubátum sem nesti í pokann að ráði danska landsliðsþjálfara síns og hún útskýrði þetta í smáatriðum fyrir fréttamanni GolfDigest.com, Christopher Power og má lesa það sem hún sagði Chris með því að SMELLA HÉR: 

Nú það er bara ef maður er of taugveiklaður eða reiður eða eitthvað þá tekur þetta huga manns frá því,“ útskýrði Koerstz Madsen „og þess vegna bít ég í sítrónu.

En Koerstz Madsen þurfti ekkert að bíta í sítrónu á 3. hring Opna bandaríska kvenrisamótsins í sl. viku en þeim hring lauk hún á 5 undir pari, 66 höggum sem kom henni á topp-10 á skortöflunni. En vonbrigðalokahringur upp á 3 yfir pari, 74 högg kom henni í T-16 árangur, sem er 2. besti árangur hennar á þessu keppnistímabili.