Haney ver ummæli sín e. sigur Lee6
Fimm dögum eftir að biðjast afsökunar á „ónærfærnum“ ummælum sínum í útvarpsþætti sínum á SiriusXM PGA Tour Radio show, þá varði Hank Haney spá sína um að kóreönsk stúlka myndi sigra á Opna bandaríska kvenrisamótinu, eftir að Jeongeun Lee6 vann fyrsta risamótssigur sinn í mótinu.
Haney var sagt upp vegna ummæla sinna og hlaut gagnrýni kylfinga á borð við Michelle Wie og Tiger Woods fyrir meðal annarra.
Gagnrýniverð ummæli Haney, sem honum var sagt upp af útvarsstöðinni voru eftirfarandi orðrétt:
“I’m going to predict a Korean (will win),” Haney said on the air on Tuesday. “That’s going to be my prediction. I couldn’t name you, like, six players on the LPGA Tour. Maybe I could. Well, I’d go with Lee if I didn’t have to name a first name, I’d get a bunch of them right.
“Honestly, Michelle Wie’s hurt. I don’t know anybody.”
(Lausleg þýðing: „Ég ætla að spá því að kóreönsk stúlka vinni. Það er spá mín. Ég gæti ekki nefnt þér, sex leikmenn á LPGA. Kannski gæti ég það. Nú ég ætla að giska á Lee og þó ég hefði ekkert fornafn er ég viss um að ég hef rétt fyrir mér.
„Í sannleika sagt, Michelle Wie er meidd. Ég þekki enga þeirra.)
Haney baðst afsökunar, sbr. eftirfarandi:
„Nú í morgun viðhafði ég ummæli um kvenatvinnukylfinga sem voru ónærgætin og sem ég sé eftir,“ sagði í afsökun hans. „Í tilraun minni til þess að sýna fram á yfirburða árangur kóreanskra kylfinga á túrnum þá móðgaði ég fólk og mér þykir það leitt.“
„Ég ber óhemju virðingu fyrir konum, sem hafa lagt hart að sér til þess að ná toppnum í íþrótt sinni og ég ætlaði mér aldrei að gera lítið úr hæfileikum þeirra og árangri. Ég hef unnið í þessari íþrótt með karl- og kvenkylfingum úr ólíkum menningarheimum og ég hlakka til að gera svo áfram.“
Sl. sunnudagskvöld bætti Haney við afsökunina, vörn á spá sinni. Þar sagði:
„Spá mín um að kóreönsk kona myndi vera á toppi skortöflunnar á Opna bandaríska kvenrisamótinu var grundvölluð á tölfræði og staðreyndum. Kóreanskar konur dóminera á LPGA mótaröðinni. Ef ég væri spurður aftur myndi svar mitt vera það sama, en ég mynda orða það á annan hátt.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024