Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 7. 2019 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Denny McCarthy (50/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals.

Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, síðast var kynntur sá sem varð í 1. sæti peningalistans, Sungjae Im frá Suður-Kóreu.

Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Web.com Finals og hlutu þannig þáttökurétt á mótum PGA Tour. Fyrst var kynntur sá sem rétt slapp í hóp þeirra 25 efstu en það var Jim Knous, síðan Fabián Gómez frá Mexíkó, kanadíski kylfingurinn Ben Silverman, bandarísku kylfingarnir Michael Hayes Thompson, Nicholas Lindheim, Wes Roach og Cameron Tringale, Curtis Luck (16. sæti) frá Ástralíu, Dylan Frittelli frá S-Afríku og Sepp Straka frá Austurríki; Stephan Jäger, sem varð í 15. sæti; Roberto Diaz, sem varð í 14. sæti ; Max Homa, sem varð í 13. sæti Seth Reeves, sem var í 12. sæti; Hunter Mahan, sem varð í 9. sæti, Matt Jones frá Ástralíu sem varð í 8. sæti og bandaríski kylfingurinn Lucas Glover, sem varð í 7. sæti, Adam Schenk, sem varð í 6. sæti, Cameron Davis, 5. sæti, Peter Malnati, sem varð í 4. sæti, Robert Streb sem varð í 3. sæti og Sang-Moon Bae sem varð í 2. sæti.

Nú á bara eftir að kynna sigurvegara á Web.com Tour Finals 2018 og er það síðasti „nýi strákurinn“, sem verður kynntur. Sá sem varð í 1. sæti er Denny McCarthy, en hann vann sér inn 255,793 dollara á Web.com Finals.

Denny McCarthy fæddist 4. mars 1993 í Takoma Park í Maryland í Bandaríkjunum og er því 26 ára. Hann er sonur Dennis og Elenu McCarthy.

McCarthy er 1,75 m á hæð og 75 kg.

Denny spilaði golf og körflubolta í Georgetown Preparatory School og síðan í Virginíu háskóla þar sem hann var tvisvar sinnum All-American.

McCarthy spilaði í Junior Ryder Cup liði Bandaríkjanna 2010 ásamt  Jordan Spieth, Justin Thomas, og Ollie Schniederjans.

Meðan hann var efstubekkingur í UVA leiddi McCarthy lið Bandaríkjanna til sigurs World Amateur Team Championship (Eisenhower Trophy) 2014 ásamt þeim Beau Hossler og Bryson DeChambeau. Hann átti lokahring upp á 8 undir pari, 64 högg og var eini Bandaríkjamaðurinn sem var með alla 4 keppnishringina á 60 og eitthvað. Hann lauk keppninni í 5. sæti.

Árið 2015 var McCarthy valinn í bandaríska Walker Cup liðið þar sem hann spilaði ásamt fyrrum liðsfélaga sínum í Eisenhower Trophy, Beau Hossler. Sama ár sigraði hann í Porther Cup.

McCarthy hefir sigrað í Maryland Amateur tvívegis (2013 and 2014) og Maryland Open þrisvar sinnum (2010, 2013 og 2015)

McCarthy varð T-42 í Opna bandaríska 2015.

Atvinnumannsferill
Eftir að hafa sigrað í Walker Cup 2015 gerðist McCarthy atvinnumaður og spilaði á Web.com Tour  2016 keppnistímabilið. Hann lauk 2016 keppnistímabilinu með 7 topp 25 árangra þ.á.m. varð hann tvívegis meðal efstu 10 í 21 móti sem hann keppti í. Hann varð samt ekki meðal efstu 25 sem hlutu keppnisrétt á PGA Tour 2017 og var áfram á Web.com Tour. Árið 2017 var hann með 9 topp-25 árangra þ.á.m. 4 topp 10 árangra í 22 mótum. Eftir að hafa enn lent utan topp-25 eftir hefðbundið keppnistímabil hlaut hann kortið sitt á PGA Tour í Web.com Tour Finals með stæl.

Einkalíf
Denny McCarthy á einn bróður, Ryan og tvær systur. Ryan spilaði golf í bandaríska háskólagolfinu með liði Loyola University Maryland og önnur systra hans Cristina played lacrosse í James Madison University og Georgetown University.

Meðal sigra Denny McCarthy sem áhugamanns eru eftirfarandi:
2010 Junior PGA Championship
2012 Northern Intercollegiate
2013 Kenridge Invitational, Maryland Amateur[4]
2014 Jim West Intercollegiate (tie), Maryland Amateur[4]
2015 Porter Cup

Denny McCarthy á einn sigur í beltinu sem atvinnumaður á Web.com Tour en sá sigur kom á Web.com Tour Championship og átti McCarhty 1 högg á Lucas Glover. Sigurskor hans var 23 undir pari, 261 högg (64-65-67-65).