Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2019 | 11:00

Evróputúrinn: Thailand sigraði í GolfSixes

Það var lið Thaílands sem bar sigur úr býtum í móti vikunnar á Evróputúrnum GolfSixes, en þetta er í 3. sinn sem mótið fer fram. Að þessu sinni fór mótið fram í Cascais í Portúgal, dagana 7.-8. júní 2019.

Mótherji liðs Thaílands var lið England og réðust úrslitin í keppni um hvort liðið færi nær pinna.

Í liði Thaílands voru þeir Phachara Khongwatmai og Thongchai Jaidee og var allt í stáli 1-1 milli þeirra og andstæðinganna þeirra Tom Lewis og Paul Waring, eftir 6 holu úrslitaleik.

Þetta þýddi að úrslitin réðust í því hver væri næstur pinna í fyrsta sinn í 3 ára sögu mótsins og það var Khongwatmai, 29 ára, sem var næstur pinna og tryggði hann því sigur Thaílands!

Hann og hinn 49 ára liðsfélagi hans, Thongchai Jaidee, sem hefir 8 sigra á Evróputúrnum í beltinu fögnuðu sigrinum með því að stökkva í sundlaug, sem var þarna nálægt.

Ég var heppinn í dag,“ sagði Jaidee. „Við spiluðum vel en ég held að samvinnan sé mjög mikilvæg. Ég er mjög ánægður að sigra aftur. Ég hef ekki sigraði í 2-3 ár en nú er góður tími til að sigra og þakkir til félaga míns, Phachara.“

Khongwatmai bætti við: „Þetta var reglulega gaman og virkilega gaman að spila með Thongchai fyrir Thaíland. Hann kenndi mér leikfyrirkomulagið í mótinu og ég er virkilega ánægður að hafa spilað með Thongchai, svo ánægður.

Til þess að sjá lokastöðuna í Golf Sixes SMELLIÐ HÉR:

Í Golf Sixes eru lið skipuð 2 leikmönnum, frá 16 þjóðum og mótið fer fram á tveimur dögum.

Í ár kepptu lið frá eftirfarandi þjóðum: Ástralíu, Danmörku, Englandi (karlar), Englandi (konur), Frakklandi, Indlandi, Írlandi, Ítalíu, Portúgal, Skotlandi, Spáni, Svíþjóð, Suður-Afríku, Thaílandi, Wales og Þýskalandi (konur).

Fyrri daginn er liðunum skipt í 4 riðla og halda 2 efstu lið úr hverjum riðli áfram næsta dag, þar sem fram fer hefðbundin 8 manna úrsláttakeppni; síðan 4 manna undanúrslit og síðan keppt um 1. og 3. sætið.

Spilað er með Greensome leikfyrirkomulagi, þ.e. báðir leikmenn liðs slá teighögg síðan er betri boltinn valinn og síðan slá leikmenn til skiptis.

Fyrri daginn eru spilaðar 6 holur og 1 stig gefið fyrir hverja holu sem vinnst. Að loknum 6 holum eru liðunum gefin eftirfarandi stig: 3 stig gefin fyrir sigur og 1 fyrir að halda jöfnu og ekkert fyrir tap. Hvert lið verður að spila 3 viðureignir þ.e. 18 holur.

Annan daginn er leikfyrirkomulagið einnig Greensome en ef allt er jafnt eftir 6 holur ráðast úrslitin á því hver af liðsmönnum liðanna, hefur betur í einskonar formi af bráðabana.  Eftir standa 2 lið sem spila úrslitaleikinn og ef allt er jafnt eftir 6 holur ráðast úrslitin af því hver liðsmanna liðanna slær næst pinna.

Eins og segir réðust úrslitin í þessu 3. GolfSixes móti á þessu og það var Phachara Khongwatmai sem var næstur pinna og því liðstvennd Thaílands sem stóð uppi sem sigurvegari!!!

Sigurvegarar fyrri ára eru lið Danmerkur 2017 (Thorbjörn Olesen og Lucas Bjerregaard) og lið Írlands 2018 (Paul Dunne og Gavin Moynihan).