Viðtalið: Auður Kjartansdóttir, GMS.
Viðtalið í kvöld er við Vesturlandsmeistara kvenna 2011 í golfi; tvítuga körfuboltaleikmanninn og laganemann, Auði Kjartansdóttur. Hér fer viðtalið:
Fullt nafn: Auður Kjartansdóttir.
Klúbbur: GMS = Golfklúbburinn Mostri í Stykkishólmi.
Hvar og hvenær fæddistu? Ég fæddist í Reykjavík, 23. ágúst 1991.
Hvar ertu alin upp? Ég hef búið alla tíð í Stykkishólmi, þar til ég flutti að heiman og bjó í Danmörku um ársskeið. Ég fór í gegnum Evrópa unga fólksins, sem er prógamm innan ESB, sem veitir styrki í sjálfboðaliðsvinnu. Í gegnum þá fékk ég vinnu í alþjóðlegum æskulýðs- og íþróttasamtökum, sem eru með höfuðstöðvar í Kaupmannahöfn og var að vinna á skrifstofunni þar við að undirbúa námskeið.
Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Ég er einhleyp og bý í Kópavogi. Fjölskylda mín þ.e. pabbi og mamma, Kjartan Páll og Dagný og systur mínar, Anna Jóna og Hildur Björg, eru í golfi.
Hvenær byrjaðir þú í golfi? Ætli ég hafi ekki verið svona 11-12 ára.
Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Mamma og pabbi byrjuðu og ég og yngri systir mín, Hildur Björg, fylgdu þeim.
Hvað starfar þú? Ég er námsmaður í háskóla, þ.e. ég er í lögfræði á 2. ári og komst í gegnum almennuna s.l. vor.
Hvort líkar þér betur skógar- eða strandvellir? Báðar vallartegundir eru jafnskemmtilegar og þær eru ólíkar.
Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur? Það er ákveðinn sjarmi yfir holukeppninni – en að hafa þetta í bland er langskemmtilegast.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi? Það er Víkurvöllur í Stykkishólmi, af 9 holu golfvöllunum, en af 18 holu völlunum er það Grafarholtið.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum? Hann er í Naples í Flórída.
Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á og af hverju? Sérstæðasti golfvöllurinn, sem ég hef spilað er Garðavöllur undir Jökli í Staðarsveit og ástæðan fyrir því er að það er svo sérstakt að labba í gegnum kríuvarp frá 8. flöt að 9. teig.
Hvað ertu með í forgjöf? 10,8.
Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? 77 á Garðavelli undir Jökli, í Staðarsveit.
Hvert er lengsta drævið þitt? Það er mjög langt.
Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu? Helsta afrekið er að verða Vesturlandsmeistari. Svo hef ég tvisvar orðið Héraðsmeistari, þ.e. 2011 og ég held 2007 (man það ekki alveg) og svo hef ég orðið klúbbmeistari GMS þrjú ár í röð: 2009, 2010 og 2011.
Hvaða nesti ertu með í pokanum? Banana og hafrastangir.
Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Já, ég hef spilað körfubolta með Snæfelli og Falcon í Fredriksberg í Kaupmannahöfn . Ég hef verið í körfubolta síðan ég man eftir mér.
Hvort er skemmtilegra golf eða körfubolti? Þetta eru svo ólíkar íþróttir – Í golfi þarftu bara að treysta á sjálfa þig, en í körfunni er það liðsheildin. Þetta fer bara eftir hvernig þér gengur… hvort gengur vel.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn, uppáhaldsdrykkur, uppáhaldstónlist, uppáhaldskvikmynd og uppáhaldsbók? Uppáhaldsmaturinn minn er plokkfiskur; uppáhaldsdrykkurinn er vatn; ég er nánast alæta á tónlist þar er allskonar í uppáhaldi bara ekki eitthvað þungt og öskur, það er ekki að gera sig; hvað kvikmyndirnar snertir þá verða þær að vera góðar og þýðingarmiklar, ég horfti t.d. reglulega á Pearl Harbour og loks eru allar bækurnar eftir Arnald Indriðason í uppáhaldi.
Hverjir eru uppáhaldskylfingarnir þínir nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing? Kk: Margeir Ingi Rúnarsson, GMS, golffélagi minn er búinn að hrynja í forgjöf úr 9 í 4 og það er erfitt að halda í við hann. Kvk: Ragga Sig. Ég hef alltaf litið upp til hennar.
Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín? Í pokanum hjá mér er eftirfarandi: Taylormade R7 dræver og tré, Callaway járnasett, wedge-ar og La Jolla pútter. Uppáhaldskylfan mín er La Jolla pútterinn minn. Hann er búinn að fylgja mér í gegnum árin.
Hefir þú verið hjá golfkennara? Já, Einari Gunnarssyni í Mostra. Hann hefir kennt mér og hefir fylgt mér síðasta ár.
Ertu hjátrúarfull? Það kemur fyrir. Það birtist þannig að ég er mikið fyrir að halda rútínur – það er óþægilegt þegar – bara eitthvað óvænt kemur upp á.
Hversu stór hluti golfsins þíns er andlegur í prósentum talið í keppnum? Mjög stór allaveganna 70%.
Hvert er meginmarkmiðið í golfinu og í lífinu? Í golfinu er það að njóta þess að spila og spila sem lengst. Í lífinu í augnablikinu er það að klára námið og verða topplögfræðingur. En svona almennt að verða hamingjusöm og vera trú sjálfri mér.
Hvað finnst þér best við golfið? Hversu friðsælt er oft að spila golf og hversu góð útivera það er.
Gott ráð sem þú getur gefið kylfingum? Að hugsa um næsta högg – ekki spá í það sem hefir skeð.
Ef þú mættir velja 3 kylfinga til að spila með, hverjir væru það – lífs eða liðnir? Margeir Ingi, Phil Mickelson og Tiger Woods.
Spurning frá fyrri kylfing, sem var í viðtali hjá Golf 1 (Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, GR): Ef þú mættir velja þér eiginmann af PGA hver væri það?
Svar Auðar: Adam Scott.
Getur þú komið með spurningu fyrir næsta kylfing?
Spurning Auðar Kjartansdóttur: Hefir þú spilað Víkurvöll í Stykkishólmi?
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024