Koepka gerir góðlátlegt grín að golffréttamanni Fox – Joe Buck
Brooks Koepka og Joe Buck, golffréttamaður Fox hafa verið á ótal fréttamannafundum frá því að Koepka vann fyrsta Opna bandaríska risamótið sitt árið 2017 og síðan þá er margt vatnið runnið til sjávar.
Þegar Koepka vann sigur sinn á Opna bandaríska árið 2017 kyssti hann kærustu sína Jenu Sims, sem var þarna til að fagna sigrinum með kærasta sínum. Sjá frétt Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR:
Sjá kynningu Golf 1 á Jenu Sims með því að SMELLA HÉR:
Buck, sem fengið hafði rangar upplýsingar eftir sigur Koepka 2017 á Opna bandaríska nafngreindi kærustu Koepka vitlaust, sagði að þarna væri á ferðinni gömul kærasta Koepka, fótboltadrottningin Becky Edwards. Þetta var síðan leiðrétt af öðrum golffréttaskýrandanum þarna á Opna bandaríska, Brad Faxon.
Þessi vitlausa nafngreining Buck hefir síðan þá verið eitt aðalfréttaefnið þegar kemur að fréttaflutningi Fox af mótum á vegum bandaríska golfsambandsins, þó þeir sem hlut eiga að máli (Koepka og Buck) hafi síðan þá bara haldið áfram.
Á síðasta PGA Championship, þar sem Brooks stóð uppi sem sigurvegari hittust Buck og Jena Sims m.a.
En spólum fram til ársins í ár á Opna bandaríska þar sem Koepka mun freista þess að sigra mótið þriðja skiptið í röð.
Koepka notaði tækifærið í gær á æfingasvæðinu til þess að hefna sín svolítið á Buck með góðlátlegu gríni.
Þegar myndavélar Fox beindust að honum og Brooks Koepka sá Buck standa þar fyrir aftan hrópaði hann eftirfarandi í tökuvélarnar meðan að milljónir manna fylgdust með:
„Nei, góður vinur minn Jim, yeah!“ en þar var Brooks viljandi að nafngreina Buck vitlaust, þ.e. rugla honum við fréttamann CBS Jim Nantz. „Haltu þessu áfram! Þér gengur vel með (Tony) Romo.“
Flott frammistaða hjá Koepka þarna. Kannski að hann hafi fengið kennslu í leiklist hjá kærustu sinni Edwards Sims 🙂
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024