Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2019 | 21:00

LET Access: Íslensku stúlkurnar náðu ekki niðurskurði á Skaftö Open

Þær Berglind Björnsdóttir, GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK náðu ekki niðurskurði á móti vikunnar á LET Access, Skaftö Open.

Guðrún Brá var aðeins 1 ergilegu höggi frá því að komast gegnum niðurskurð, sem var miðaður við 4 yfir pari eða betra.

Guðrún Brá lék á samtals 5 yfir pari, 143 höggum  (71 72) en völlurinn í Skaftö golfklúbbnum er par-69.

Berglind lék á samtals 15 yfir pari, 153 höggum (73 80) og komst sem segir, ekki heldur í gegnum niðurskurð.

Til þess að sjá stöðuna á Skaftö Open SMELLIÐ HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Frá keppnisvelli Skaftö golfklúbbsins í Svíþjóð