NGL: Guðmundur Ágúst sigraði á PGA Championship/Ingelsta Kalkon mótinu!!!
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, gerði sér lítið fyrir og sigraði á PGA Championship / Ingelsta Kalkon, atvinnumótinu sem fór fram á Österlens vellinum.
Guðmundur Ágúst og Christian Bæch Christensen frá Danmörku voru jafnir á 9 höggum undir pari vallar eftir 54. holur. Þeir fóru í bráðabana um sigurinn. Þeir léku 18. brautina þrívegis og voru enn jafnir þegar fresta þurfti keppni vegna úrkomu og þrumuveðurs. Ekki gekk að ljúka bráðabananum og deila þeir Guðmundur og Christian efsta sætinu.
Guðmundur Ágúst hefur nú sigrað á tveimur mótum á Nordic Tour atvinnumótaröðinni. Hann er aðeins einum sigri frá því að tryggja sér keppnisrétt á Áskorendamótaröð Evrópu. Þeir kylfingar sem sigra á þremur mótum á Nordic Tour á keppnistímabilinu öðlast sjálfkrafa keppnisrétt á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu. Þar að auki fá fimm stigahæstu keppendurnir í lok tímabilsins keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni.
Guðmundur Ágúst hefur sigrað á einu móti á þessari mótaröð á tímabilinu en það var á Spáni í febrúar s.l.
Guðmundur lék hringina þrjá á 67-67-70 höggum.
Texti: GSÍ
Í aðalmyndaglugga: Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Mynd: Hari
Fjórir aðrir íslenskir kylfingar tóku þátt í mótinu.
Haraldur Franklín Magnús, GR, lauk keppni T-8 á samtals 6 undir pari og Andri Þór Björnsson, GR varð T-35 á samtals 1 undir pari.
Axel Bóasson, GK, tók einnig þátt en komst ekki í gegnum niðurskurð og það sama er að segja um Aron Bergsson, af íslensku bergi brotinn, sem keppti undir Svíafána í mótinu.
Sjá má lokastöðuna á PGA Championship Ingelsta/Kalkon mótinu með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024