Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2019 | 02:00

PGA: Woodland sigraði á Opna bandaríska

Það var Gary Woodland sem sigraði á 3. risamótinu hjá körlunum í ár og jafnframt 1. risamótstitil sinn á Opna bandaríska.

Sigurskor hans var 13 undir pari, 271 högg (68 65 69 69).

Í 2. sæti og sá sem veitti Woodland mesta keppni undir lokin var sá sem átti titil að verja Brooks Koepka, en hann lék á samtals 10 undir pari, 274 höggum (69 69 68 68).

Þriðja sætinu deildu 4 kylfingar: Jon Rahm, Chez Reavie, Xander Schauffele og Justin Rose, sem byrjaði sterkt en endaði síðan T-7 eins og hinir 3 á samtals 7 undir pari. Rose byrjaði mótið vel en dróst síðan aftur úr; en lék samt lokahringinn með sigurvegaranum Gary Woodland.

Til þess að sjá lokastöðuna á Opna bandaríska 2019 SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á Opna bandaríska 2019 SMELLIÐ HÉR: