Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2019 | 17:30

Kylfusveinn tekinn f. mansal

Evan Vollerthum, kylfusveinn á Korn Ferry Tour (nýtt nafn á Web.com Tour) var handtekinn fyrr í vikunni, nánar tiltekið sl. mánudag á þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga, 17. júní fyrir mansal og fyrir tilraun til þess að hafa samræði við barn, skv. fréttatilkynningu  frá bandarískum innflytjendayfirvöldum (U.S. Immigration)  og Customs Enforcement’s (ICE) og Homeland Security Investigations (HSI).

Vollerthum, 35 ára, er frá Naples, í Flórída og hafði fyrr á þessu keppnistímabili verið  kylfusveinn Brad Fritsch, og átti að vera kylfusveinn í þessari viku fyrir Joseph Bramlett á Witchita Open, skv. frétt GolfDigest.

Vollerthum var handtekinn í Topeka, sem er í u.þ.b. 2 klukkustundar akstur frá mótsstað Korn Ferry Tour mótsins.

Skv. upplýsingum frá Shawnee County Jail í Kansas er Vollerthum í haldi fyrir mansal og fyrir að hafa haft keypt þjónustu barns 14 ára til þess að taka þátt í kynlífsathöfnum og eins er önnur kæra á hendur honum vegna ungmennis sem er undir 18 ára.  Honum er haldið gegn $500,000 tryggingu.

Brian Wacker fréttamaður á GolfDigest.com’s talaði við fyrrum yfirmann Vollerthum,, Fritch, sl. þriðjudag á Witchita Open.

Evan (Vollerthum) vann fyrir mig nokkrum sinnum á þessu keppnistímabili og á Rex Hospital Open sagði hann að hann ætlaði að vinna sem kylfusveinn annarsstaðar. Hann hefir verið kylfusveinn nokkurra leikmanna á nokkum mótaröðum sl. ár.“

„Mér var sagt frá þessum hræðilegu aðstæðum í gær og frétti um þetta gegnum félagsmiðla. Allt sem hefir verið greint frá og haldið er fram er erfitt að meðtaka og fyrirlitlegt.“

Í fréttatilkynningu ICE sagði að rannsókn í mói Vollerthum yrði framhaldið.