Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2019 | 10:00

Hver er kylfingurinn: Jordan Smith?

Það er enski kylfingurinn Jordan Smith sem leiðir fyrir lokahring á móti vikunnar á Evróputúrnum, BMW International Open.

Smith er ekki þekktasti kylfingurinn á Evróputúrnum og því ekki von að sumir spyrji sig: „Hver er kylfingurinn Jordan Smith?“

Jordan Smith heitir fullu nafni Jordan Lewis Smith og fæddist í Bath í Englandi, 9. nóvember 1992 og er því 26 ára.

Hann er 1,78 m á hæð og 76 kg.

Í dag býr Smith í Chippenham, Wiltshire, í Englandi.  Sem áhugamaður sigraði Smith m.a. á Brabazon Trophy (2013) og
The Hampshire Salver (2014 ).

Jordan Smith gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 5 árum, þ.e. 2014 þá 21 árs.

Árið 2015 spilaði hann aðallega á PGA EuroPro Tour þar sem hann sigraði tvívegis.

Líka á Áskorendamótaröðinni vann hann tvívegis fyrsta keppnistímabil sitt þar; þ.e. Red Sea Egyptian Challenge og Ras Al Khaimah Golf Challenge.

Hann var í efsta sæti á stigalista Áskorendamótaraðar Evrópu og var því kominn á mótaröð þeirra bestu í Evrópu fyrir karlanna Evróputúrinn 2017.

Jordan Smith þegar hann sigraði í 1. sinn á Evróputúrnum – á Porsche European Open.

Á Evróputúrnum sigraði hann á Porsche European Open þann 30. júlí 2017 með skor upp á 13 undir pari, 275 högg  (70-67-67-71) – sigraði franska kylfinginn Alexander Lévy í bráðabana.

Besti árangur Smith í risamótum er T-9 árangur í PGA Championship og eins spilaði hann á Opna breska 2018, en komst ekki í gegnum niðurskurð.

Nú er Smith enn í sigurvænlegri stöðu og spennandi hvort honum takist að halda haus og klára keppnina á morgun.